Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 111
114
Hannes Davíðsson, Björn Jóhannsson og Stefán Árna-
son.
Málinu frestað þar til nefndin hefði lokið störfum.
3. Ýms mál.
a. Lesin upp tillaga með greinargerð, frá Búnaðarfé-
lagi Hrafnagilshrepps:
»Fundurinn leyfir sér að beina þvi til aðalfundar Bún-
aðarsambands Éyjafjarðar, hvort ekki sé réttmætt og
heppilegt að beita sér fyrir því, að þurheyshlöður, með
járnþaki og traustum veggjum, úr öðru en steinsteypu,
verði teknar upp sem styrkhæfar. (Falli undir II. kafia
jarðræktarlaganna). Óskar hann eftir, að Aðalfundur Bsb.
Eyfj. afgreiði tillögu til næsta Búnaðarþings, er fari í
þessa átt«.
b. Búnaðarblað. Formaður skýrði frá því, að hann teldi
mjög nauðsynlegt, að gefið yrði út búnaðarblað, þar sem
rædd yrðu eingöngu búnaðarmál. Gat hann þess, að hann
hefði sent erindi þess efnis til Búnaðarfélags Islands.
c. Formaður hóf máls á, að hann hefði í aðalfundar-
boði til Búnaðarfélaganna borið fram nokkrar spurningar
viðvíkjandi Bf. Isl., skipulagi þess og starfsháttum. Höfðu
nokkur þeirra sent svör við spurningum þessum, en sum
ekki. Lagði formaður fram tillögur í tveim framangreind-
um málum.
4. Kosin allsherjarnefnd: í hana voru kosnir:
Halldór Guðlaugsson, Hvammi,
Ármann Dalmannsson, Akureyri,
Stefán Grímsson, Árgerði,
Davíð Jónsson, Kroppi,
Finnur Kristjánsson, Skáldstöðum.
b. Sigurður Ein. Hlíðar átti að ganga úr stjórn sam-
bandsins og var hann endurkosinn.
c. Kosnir endurskoðendur sambandsreikninganna, Dav-
íð Jónsson, Kroppi, og Stefán Stefánsson, Varðgjá.