Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 113
iió
GJÖLD:
1. Laun ráðunauts kr. 3000.00
2. Til garðyrkju ... — 500.00
3. Til búnaðarfræðslu — 300.00
4. Til útgáfu á skýrslu — 300.00
5. Til búreikninga — 50.00
6. Til votheysgerðar — 1000.00
7. Sauðfjárræktar — 100.00
8. Stjórn og skrifstofukostnaður — 200.00
9. Óviss útgjöld — 390.00
Samtals kr. 5840.00
Þá kom fram svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn vonast fastlega eftir þvi, að Búnaðarþing
sjái sér fært að áætla einhverja fjárupphæð, á næstu
fjárhagsáætlun sinni, sem verja skuli sem aukastyrk
til Búnaðarsambandanna, eins og undanfarandi ár. Fáist
þessu framgengt, felur fundurinn sambandsstjórninni að
ráðstafa þeirri upphæð, er falla kynni í sambandsins
hlut þetta ár, eftir því sem hentast þykir til búnaðar um-
bóta á sambandssvæðinu, samkvæmt þeim reglum, sem
Búnaðarþing kanna að setja«.
Tillagan samþykt í einu hljóði.
Þá lagði formaður fram svofelda tillögu:
»Fundurinn er samþykkur þeirri ráðstöfun stjórnarinn-
ar, að verja kr. 1125.00 af aukastyrk til sambandsins fyr-
ir árið 1934, til undirbúnings ýtarlegrar tilraunastarfsemi
með kornyrkju hjá Rf. Nl., og lítur svo á, að ef takast má
að rækta hér korn í flestum árum, þá geti það haft varan-
lega hagfræðilega þýðingu fyrir mikinn hluta sambands-
svæðisins. Fundurinn væntir þess ennfremur, að Bf. tsl.
og Búnaðarþing styðji sem best undirbúning og fram-
kvæmd þessa nýja þáttar í starfsemi Rf. Nl.«.