Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 114
117
Samþykt í einu hljóði.
Þá skilaði allsherjarnefnd tillögum þeim, sem hún hafði
haft til meðferðar:
I. »Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar lýsir því
yfir, að hann telur nauðsynlegt og réttmætt, að þurheys-
hlöður með járnþaki og traustum veggjum úr öðru efni
en steinsteypu verði teknar upp sem styrkhæfar og heyri
þar með undir annan kafla jarðræktarlaganna. Leyfir
fundurinn sér því að skora á næsta Búnaðarþing að beit-
ast fyrir því, að breyting á jarðræktarlögunum í þessa
átt nái fram að ganga. Ennfremur telur fundurinn rétt-
mætt, að hækkaður verði styrkur til bygginga á votheys-
hlöðum, upp í kr. 1.00 á dagsverk«.
TiIIagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
II. Fundurinn telur æskilegt, að Búnaðarfélag íslands
gefi út búnaðarblað, er komi út eigi sjaldnar en hálfs-
mánaðarlega, þar sem telja má ókleyft að fylgjast með
því, er ritað er um hina faglegu hlið íslensks landbúnaðar
í hinum pólitísku blöðum og margir þeirra, er um þessi
efni vilja rita, sneiði vafalaust hjá því, að birta hugleið-
ingar sínar á þeim vettvangi. Sjálfsagt er, að búnaðarfé-
lög og búnaðarsambönd taki höndum saman við Bfél. Isl.
um útbreiðslu slíks blaðs og innheimtu á andvirði þess«.
Samþykt mótatkvæðalaust.
III. I tilefni af spurningum þeim, sem formaður sam-
bandsins sendi út til búnaðarfélaga í bréfi dags. 5. des.
sl. og með hliðsjón af samþyktum þeim, er gerðar hafa
verið í ýmsum búnaðarfélögum á sambandssvæðinu hér
að lútandi, vill fundurinn láta eftirfarandi álit í ljósi:
Fundurinn telur skipulag það á búnaðarfélagsskapnum í
landinu, sem ákveðið er með lögum Búnaðarfél. íslands
frá 1931, gott í öllum aðalatriðum og leggur ríka áherslu
á, að það geti sem fyrst komið til fullrar framkvæmdar
þannig, að Búnaðarþing kjösi alla stjórn Bf. Isl., en hún