Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 116
119
laugsson, Hvammi og Jón Gíslason, Hofi og var það sam-
þykt.
Þá stakk formaður upp á þrem mönnum í kjörbréfa-
nefnd, og voru kosnir þeir:
Kristján Eldjárn Kristjánsson, Hellu,
Stefán Stefánsson, Varðgjá,
Ármann Dalmannsson, Akureyri.
Á fundinum mætti stjórn sambandsins og trúnaðarmað-
ur, Jónas Pétursson, og fulltrúar frá eftirtöldum félögum:
Frá Búnaðarfélagi Siglufjarðar: Snorri Arnfinnsson.
Frá Búnaðarfélagi Svarfdæla: Jón Gíslason.
Frá Búnaðarfélagi Ársskógshrepps: Kristján E. Kristjáns-
son.
Frá Búnaðarfélagi Arnarnesshrepps: Hannes Davíðsson.
Frá Búnaðarfélagi Glæsibæjarhrepps: Stefán Grímsson.
Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps: Jón Sigfússon.
Frá Búnaðarfélagi Svalbarðsstrandar: Sigurjón Valde-
marsson.
Frá Búnaðarfélagi Öngulsstaðahrepps: Stefán Stefáns-
son.
Frá Búnaðarfélagi Hrafnagilshrepps: Halldór Guð-
laugsson.
Frá Jarðræktarfélagi Akureyrar: Ármann Dalmannsson.
Eftir að kjörbréfanefnd hafði athugað framlögð kjör-
bréf, lýsti hún yfir, að hún tæki öll kjörbréfin fullgild og
að mættir fulltrúar hefðu full réttindi.
Frá 5 félögum vantaði fulltrúa en 10 voru mættir.
Var þá tekið fyrir:
1. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir næstliðið
ár. Gjaldkeri sainbandsins, Jakob Karlsson las þá upp og
skýrði. Reikningarnir sýndu, að sambandið hafði bætt hag
sinn á árinu um ca. 2700.00 kr., en skuldlaus eign i árslok
kr. 18.478.77. Eftir nokkrar umræður voru reikningarnir
bornir upp, og samþyktir með sainhljóða atkvæðutn.