Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 117
120
2. Lagt fram og lesið upp uppkast að fjárhagsáætlun
fyrir Búnaðarsambandið fyrir árið 1936. Formaður Bún-
aðarsambandsins skýrði ýtarlega hvern lið fjárhagsáætlun-
arinnar, tekjur og gjöld. Gat hann þess, í sambandi við
fyrsta lið tekjumegin, að Búnaðarfélag Islands hefði lækk-
að styrkinn um ca. 10%, eða kr. 450.00.
Um fjárhagsáætlunina urðu nokkrar umræður og að
þeim loknum var kosin 5 manna fjárhagsnefnd.
Pessir hlutu kosningu:
Hannes Davíðsson, Stefán Stefánsson, Kristján E. Krist-
jánsson, Ármann Dalmannsson, Snorri Arnfinnsson.
Ennfremur voru kosnir 3 menn í allsherjarnefnd, þessir:
Stefán Grímsson, Sigurjón Valdemarsson, Jón Gíslason.
3. Kosinn Búnaðarþingsfulltrúi til næstu 4 ára. Kosn-
ingu hlaut Ólafur Jónsson, með 10 atkv.
Kosinn varabúnaðarþingsfulltrúi til sama tíma Sigurður
Ein. Hlíðar með 6 atkv.
4. Kosinn einn maður í stjórn búnaðarsambandsins, í
stað formar.nsins, Ólafs Jónssonar, sem útent hafði sinn
tíma og var hann endurkosinn með 10 atkvæðum.
Þá voru og endurkosnir til að vera endurskoðendur Bún-
aðarsambandsreikninganna þeir:
Davíð Jónsson, hreppstjóri, Kroppi, og
Stefán Stefánsson, hreppstjóri, Varðgjá.
Þegar hér var komið bauð formaður fundarmönnum til
kaffidrykkju og að henni lokinni tóku nefndirnar til starfa.
KI. 5.45 var fundurinn aftur settur.
5. Eftir að fjárhagsnefnd hafði lokið störfum, var lögð
fram og samþykt svohljóðandi fjárhagsáætlun fyrir árið
1936: