Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 119
122
garðyrkjuleiðbeiningar á sambandssvæði Búnaðarsamb.
Eyjafj., enda samþykkti stjórn Búnaðarsambandsins val
á garðyrkjukonunnk.
Samþykt með samhljóða atkvæðum.
b. »Viðvíkjandi gjaldlið 10, þá samþykkir fundurinn, að
styrkur þessi sé svo aðeins greiddur að fullu, að félagið
að dómi stjórnarinnar, haldi uppi á félagssvæðinu álíka
starfsemi og síðastliðið ár«.
Samþykt í einu hljóði.
c. »Viðvíkjandi gjaldlið 12 samþykkir fundurinn, að
styrkurinn sé bundinn því skilyrði, að félagið hryndi í
framkvæmd friðun skógarleyfa í Leyningshólum á þessu
ári«.
Samþykt með 5 móti 2.
d. Við gjaldlið 11: »Umsækjandi leggi fram sönnunar-
gögn um, að góð skilyrði séu fyrir hendi til fiskiræktar,
og að seyðin verði flutt eftir fyrirmælum sérfróðra manna
á því sviðk.
Sainþykt með öllum greiddum atkvæðum.
6. Allsherjarnefnd lagði fram svohljóðandi tillögur:
a. »AðaIfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar lítur svo
á, að þar sem óhjákvæmilegt er að takmarka styrkveiting-
ar til búfjárræktarinnar, þá beri fremur, að þessu sinni,
að fella niður styrk til búfjársýninga, heldur en að draga
jafnt úr styrkveitingum til hinna ýmsu greina«.
Samþykt með öllum atkvæðum.
b. »Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar skorar á
næsta Alþingi að samþykkja þær breytingar um styrkveit-
ingar til jarðabóta, samkvæmt jarðræktarlögunum, sem
síðasta Búnaðarþing lagði til að gerðar væru«.
Samþykt með öllum atkvæðum.
7. Þá kom fram svohljóðandi tillaga:
»Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar ákveður,
að framvegis skuli aðalfundi sambandsins ætlaður lengri