Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 123
126
um að safna skýrslu um tölu votheystófta, áburðarhúsa,
safnþróa, salerna, sláttuvéla, herfa, plóga, vagna og bað-
þróa, er verða mætti til fróðleiks og leiðbeiningar síðar-
meir.
Á deildarsvæðinu voru nú um síðustu árslok 208 félags-
menn. Síðastl. 2 ár voru samkvæmt jarðabótaskýrsium
unnin samtals um 27160 dagsverk. r
Stað í Hrútafirði, 12. febrúar 1936.
r '" 'i' .« '« ■ "* V?-l 1*. «rW: • * -
-r.\ Gísli Eiríksson.
II. Aðalfundargerd 1934.
Árið 1934, fimtudaginn 22. febrúar, var settur og hald-
inn á Hvammstanga aðalfundur Vesturdeildar Búnaðar-
sambands Húnavatnssýslu af formanni deildarinnar, Gísla
Eiríkssyni á Stað. Nefndi hann til fundarskrifara Jónas
Jónasson bónda á Múla og til vara Guðmund Tryggvason
á Stóruborg.
Á fundinum voru mættir:
Stjórn deildarinnar: Gísli Eiríksson á Stað, formaður,
Sigurður Pálmason á Hvammstanga, og Benedikt Guð-
mundsson á Staðarbakka, varamaður.
Fulltrúar frá Búnaðarfélögum hreppanna:
Kirkjuhvammshreppur: Jónas Jónasson, Múia.
Þverárhreppur: Guðmundur Tryggvason, Stóruborg.
Ytri-Torfustaðahreppur: Guðjón Jónsson, Búrfelli.
Fremri-Torfustaðahr.: Ólafur Björnsson, Núpdalstungu.
Þorkelshólshreppur: Jakob Líndal, Lækjamóti.
Búnaðarfélag Staðarhrepps: Ingþór Björnsson, Óspaksst.
Jarðabótafélag Staðarhr.: Þorsteinn Einarss., Reykjum.
I. Þá lagði formaður fram reikninga deildarinnar, með
athugasemdum endurskoðenda og skýrði þá. Ennfremur
lögð fram skilagrein fyrir augatillagi frá Búnaðarféiagi ís-