Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 130
133
Samþykt samhljóða.
c. Stjórninni heimilast að kaupa hallamælingaráhöld tyrir
reikning deildarinnar. — Samþykt.
Þessu næst urðu nokkrar umræður um það, hvort senda
skuli fulltrúa á væntanlegan landsfund bænda og á hvern
hátt það mætti best takast. — Var borin frain tillaga
þessu viðvíkjandi, þannig að kjósa skuli þriggja manna
nefnd, sem hefði það mál með höndum að sjá um undir-
búning héraðsfundar, er tæki síðan afstöðu til þessa máls.
Tillaga þessi var samþykt.
Síðan fór fram kosning á þrem mönnum til þessa starfa.
Kosningu hlutu:
Þorsteinn Einarsson, Reykjum. Jakob H. Líndal á
Lækjamóti og Jónas Jónasson, Múla.
Þessu næst kom fram beiðni frá refaræktarfélaginu á
Hvammstanga um að eftirfarandi erindi yrði bókað:
Þar sem styrknum til refabúanna er úthlutað þannig, að
þau hljóta hlutfallslega jafnt eftir dýrafjölda, en okkur
jafnframt gert að skyldu að veita leiðbeiningar um refa-
rækt endurgjaldslaust að því er virðist, þá er þarna um
sérstaka skyldu að ræða, sem ekkert kemur á móti og sjá-
uin við okkur ekki fært að þiggja styrkinn með því skil-
yrði, og afsölum okkur því honum hér með.
Á það skal jafnframt bent, að samkvæmt yfirlýsingu til-
lögunefndar getur refabú Þverárhrepps fengið skilyrðis-
laust ]/3 af þeirri upphæð, sem okkur er ákveðin, sam-
kvæmt þátttöku þess í félaginu.
Verður þá í því tilfelli ekki ekki hægt fyrir okkur að
veita ókeypis leiðbeiningar — þar sem Þverárhreppsfé-
lagið er ekki því skilyrði bundið, en tekur hlutfallslegan
þátt í þeiin kostnaði sem af veru sérfræðingsins leiðir.
Hvammstanga 24. febr. 1934.
Friðrik Arinbjarnarson. Sig. Pálmason. Jón Jónasson.