Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 131
134
Þá var dregið um menn, er ganga skyldu úr stjórn
deildarinnar og var Halldór bóndi Jóhannsson á Haugi
dreginn úr — og var hann endurkosinn.
Varamaður í stjórnina var endurkosinn Benedikt Guð-
inundsson á Staðarbakka.
Endurskoðandi Guðjón Jónsson á Búrfelli endurkosinn.
Kostnaður við fundarhaldið ákveðinn og útreiknaður,
ásaint stjórnarkostnaði fyrir árið 1934, samtals kr. 200.00.
Fundargerðin upplesin og samþykt. Fleira ekki fyrir-
tekið.
Fundi slitið.
Gisli Eiríksson.
Guðmundur Tryggvason.
Jónas Jónasson.
III. Aðalfundargerð 1935.
Árið 1935, þriðjud. 19. febrúar var aðalfundur V. B. S.
H. settur á Hvainmstanga, af formanni, Gísla Eiríkssyni.
Nefndi hann til fundarskrifara Halldór Jóhannsson og var
það samþ.
Á fundinum voru mættir:
Stjórnarnefnd félagsins: Gísii Eiríksson, Sigurður Pálma-
son, og Halld. Jóhannsson.
Fulltrúar frá hreppabúnaðarfélögum:
Úr Þverárhreppi: Guðmundur Tryggvason, Stóruborg.
Þorkelshólshreppi: Óskar Teitsson, Víðidalstungu.
Fremri-Torfustaðahr.: Óiafur Björnsson, Núpdalstungu.
Ytri-Torfustaðahr.: Guðjón Jónsson, Búrfelli.
Staðarhr. Jarðræktarfél.: Óli Hjartarson, Jaðri.
Kirkjuhvammshr.: Benedikt Björnsson, Kárastöðum.
Þá lagði form. fram dagskrá fyrir fundinn, og því næst
reikninga félagsins fyrir síðastl. ár, og skýrði hann þá lið
fyrir lið.