Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 133
136
3. Sama nefnd bar fram eftirfarandi tillögu, er einnig
var samþykt samhljóða:
Fundurinn leggur til að V. B. S. H. veiti til tilrauna á
kornrækt á komandi vori alt að kr. 60.00 á sambands-
svæðinu.
4. Ennfremur lagði sama nefnd fram þessa tillögu um
flutning garðávaxta:
Fundurinn skorar á stjórn deildarinnar að beita sér fyr-
ir því, að fá sendingarkostnað garðávaxta lækkaðan frá
því sem nú er.
Samþykt samhljóða.
5. Tillaga frá sömu nefnd:
Fundurinn beinir því til stjórnar deildarinnar að leita
eftir því hjá búnaðarfélögunum, hver þörf muni á kartöflu-
geymslu fyrir deildarsvæðið og jafnframt að athuga hvað
slík geymsla muni kosta og leggi þá áætlun fyrir næsta
aðalfund deiidarinnar.
Samþykt samhljóða.
6. Tiilaga frá sömu nefnd:
Aðalfundur V. B. S. H. sér nauðsyn á því að stuðla að
því, að komið verði upp laxa- og silungaklaki á deildar-
svæðinu. En þar sem á slíku eru allmiklir annmarkar, sem
deildin telur utan síns verksviðs, sem sé friðun ánna íyrir
ádráttarveiði og annað þvílíkt, sjer fundurinn sjer ekki
fært að taka fasta ákvörðun í þessu máli, en verði málið
nægilega undirbúið þannig, að samþykt sé komin á, er
banni ádráttarveiði á veiðisvæðinu, veitir fundurinn stjórn
deildarinnar heimild til að greiða tii styrktar slíkri starf-
semi alt að 200.00 kr. á árinu.
Samþykt samhljóða.
7. Þá koin fram eftirfarandi tillaga:
Verði að því horfið, að B. S. H. ráði héraðsráðunaut i
þjónustu sína, ályktar aðalfundur V. B. S. H. að skora á
stjórn B. S. H. að ráðunautsstarfið verði auglýst laust til