Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 134
137
umsóknar og á sínum tíma verði fullnaðarákvörðun tekin
um þá ráðningu á sameiginiegum stjórnarfundi beggja
deildanna, eftir að umsóknir hafa komið fram.
Samþykt samhljóða.
8. Quðjón Jónsson bar þá fram eftirfarandi tillögu:
Fundurinn ákveður að greiða til Jakobs Björnssonar
bónda á Torfustöðum styrk á garð þann, er hann hefur
komið upp síðastl. 2 ár og trúnaðarmaður deildarinnar
mældi á síðasta ári. Styrkurinn greiðist í sama hlutfalli og
á aðra garða á árinu 1934.
Samþykt samhljóða.
Fundi var þá frestað til næsta dags.
Fimtud. 21. febr. árdegis, var fundi fram haldið og þá
tekið fyrir:
Guðjón Jónsson bar fram eftirfarandi fyrirspurn tii
stjórnarnefndarinnar, er hann óskaði að yrði bókuð:
»Hversvegna ráðstafar stjórnin á eigin ábyrgð eftir-
stöðvum þeim af aukastyrk frá Búnaðarfélagi íslands,
sem ráðstafað var um síðustu áramót, en leggur ekki fram
tillögur því viðkomandi fyrir fundinn, eins og henni var
þó falið af síðasta aðalfundi«.
Stjórnarnefndin gaf þegar eftirfarandi svar:
»Meirihluti stjórnar V. B. S. H. hefur ráðstafað um-
ræddum aukastyrk í samráði við búnaðarmálastjóra Me-
túsalem Stefánsson, og telur hann að stjórnarnefndin hafi
til þess fulla heimild«.
Fundarstjóri gat þess að umræður um málið yrðu ekki
leyfðar á fundinum.
Fjárhagsnefnd lagði fram eftirfarandi tillögur, er báðar
voru samþyktar samhljóða:
. 1. V. B. S. H. styrkir nýja matjurtagarða á deildarsvæð-
inu með alt að kr. 300.00, þannig að þeir deildarmenn,