Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 140
Skýrsla
um starfsemi Austurdeildar Ðúnaðarsambands
Húnavatnssýslu árin 1Q34—35.
I. Skýrsla trúnaðarmanns.
I ársriti Ræktunarfélags Norðurlands, árið 1933, er
gerð grein fyrir stofnun og starfsemi Búnaðarsambands
Húnavatnssýslu, til loka þess árs.
Nú hefur mér undirrituðum, starfsmanni A. B. S. H.
verið falið að gera grein fyrir starfsemi deildarinnar, þessí
tvö síðustu ár. Mun eg þó einnig fara nokkrum orðum um
árangurinn af starfsemi A. B. S. H. frá upphafi, — þann
árangur, sem að jarðabótaskýrslurnar sýna. Má það þá
skoðast sem heildaryfirlit yfir jarðabæturnar á sambands-
deildarsvæðinu, frá árinu 1929 er A. B. S. H. hóf starf-
semi sína, til þessa árs. Framvegis verður svo væntanlega
birt árlegt yfirlit.
Eins og fyrnefnd skýrsla sýnir, beitti A. B. S. H. kröft-
um sínum, fyrstu árin, til eflingar jarðræktinni beint eink-
um með fjárstyrk til hreppabúnaðarfélaganna, svo að þau
gætu betur unnið að þessu verkefni. Auk þess vðru kaup
tveggja dráttarvéla styrkt nokkuð og einnig kaup á gras-
fræi. Árangur þessarar starfsemi var mikill og auðsær.
T. d. var nýræktin í A.-Hún. aðeins 17 hekt. fyrsta árið,
sem A. B. S. H. starfaði. Næstu ár óx hin árlega nýrækt