Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 141
144
jöfnum og hröðum skrefum, og náði hún hámarki árið
1932. Þá var nýræktin 57 ha. í fljótu bragði má það virð-
ast undarlegt, að nýræktin skyldi einmitt vera inest þaðár,
sem verðlag búsafurða var óhagstæðast fyrir bændur. En
það má athuga, að ræktunin var í undirbúningi, og bænd-
um var nauðsyn að ljúka þeim framkvæmdum, er hafnar
voru, sem fyrst. Auk þess var það ekki vitað fyr en seint
á árinu, að verðlagið yrði svo óhagstætt, sem raun varð
á. Þegar þetta er athugað, verður það skiljanlegt, að aft-
urkippurinn kemur fyrst eftir á, eða árið 1933.
Árið 1933 var sú ákvörðun tekin á aðalfundi A. B. S.
H., að leggja mesta áherslu á aukna garðrækt, og árang-
urinn varð sá, að það ár var flatarmál nýrra matjurta-
garða rúmlega 5 sinnum meira en meðaltal hinna 6 ár-
anna, sem A. B. S. H. hefur starfað.
Eftir 1932 þótti sýnilegt, að til vandræða horfði með
ræktunina, vegna áburðarskorts, þar sem bændur sáu sér
ekki fært að kaupa tilbúinn áburð nema í smáum stíl, með
því verði, sem á honum var, borið saman við verð búsaf-
urðanna. Þótti því ekki fært að leggja aðaláhersluna á
aukna ræktun, fyrst um sinn, heldur bæri að snúa sér að
bættri áburðarhirðingu í nokkur ár, þar til hún væri kom-
in i sæmilegt horf. Með tilliti til þess var sú ákvörðun
tekin að heita verðlaunum, að upphæð kr. 20.00, fyrir
hverja steinsteypta safnþró fyrir þvag, sem bygð yrði á
félagssvæði A. B. S. H. 1934. Jafnframt var það skiiyrði
sett, að hreppabúnaðarfélögin legðu félagsmönnum til
steypumót og útveguðu smíðavinnu þeim, sem þess ósk-
uðu.
Lítið var þó bygt af safnþróm þetta vor. Lágutilþessýms-
ar eðlilegar orsakir. Aðalorsökin mun hafa verið óhagstætt
tíðarfar, og heilsuleysi í sauðfé, svo að óvenjulega mikil
vinna fór í alla umhirðu um fénað. Ræktunarframkvæmdir,