Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 142
145
sem áður voru hafnar, urðu að sitja fyrir þeirri litlu vinnu,
sem afgangs var skepnuhirðingu.
Á aðalfundi 1935 var svo enn ákveðið að halda áfram
á sömu braut, og sömu verðlaunum heitið. Jafnframt var
þó ákveðið að vinna að útbreiðslu votheysverkunar, og i
því augnamiði var heitið kr. 20.00 í verðlaun fyrir hverja
steinsteypta votheyshlöðu, er bygð yrði á félagssvæðinu.
Árangurinn varð sá, að síðastliðið sumar var bygt
nokkru meira af safnþróm en undanfarin ár, og langtum
meira af votheyshlöðum. Mikill áhugi er nú vakinn í hér-
aðinu fyrir þessum framkvæmdum og mun hann koma
greinilegar í Ijós á næsta ári.
Auk þessara aðalstarfa hefur A. B. S. H. úthlutað styrk
til ýmissar nýbreytni í búnaði, svo sem til refaræktar,
svínaræktar, kornræktar, alifuglaræktar og skinnaverkun-
ar. Eftirfarandi reikningar sýna fjárveitingar þær, sem
intar hafa verið af höndum þessi tvö síðustu ár, til þess-
arar nýbreytni, til viðbótar því, er gerð var grein fyrir í
Ársritinu 1933.
Hér hefur verið lýst, í aðaldráttununi, starfsemi A. B.
S. H. — Til frekara yfirlits fylgir hér með útdráttur úr
jarðabótaskýrslunum þessi ár, sem A. B. S. H. hefur
starfað.
Auk þeirra jarðabóta, sem hér eru taldar, eru jarðabæt-
ur mældar samkvæmt V. kafla jarðræktarlaganna, til land-
skuldargreiðslu á þjóð- og kirkjujörðum.
Pétur Pétursson.
10