Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 145
148
Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum, eftir
allmiklar umræður.
7. Fundurinn átelur þing og stjórn fyrir að hafa ekki
sint kröfu landsfundar bænda frá s. 1. vetri um rannsókn
á myntmálum landsins, og skorar á væntanlegan landfund
bænda að vinna að því eftir megni að rannsakað verði
hvort nýr myntfótur, byggður á framleiðslu landsins, sé
ekki heppileg leið út úr fjárhagsörðugleikum atvinnuveg-
anna.
Um tiilöguna urðu nokkrar umræður, var hún síðan
samþykt með öllum greiddum atkvæðum.
8. Fundurinn telur, að gengi ísl. krónu þurfi að lækka
um 25%.
Um tillöguna urðu mjög miklar umræður, að þeim lokn-
um var tillagan samþykt með 10: 3 atkv.
9. a) Fundurinn telur nauðsynlegt, að framleiðendur
geri allsherjarsamtök um sölu afurða sinna og sainræm-
ing verðlagsins.
b) Tilgangi þessum telur fundurinn að verði náð með
eftirfarandi ráðstöfunuin:
Stofnað verði söluráð, er annast sölu eða eftirlit mark-
aðshæfra landbúnaðarvara, því sé gefið vald til jöfnunar
á verði, líkt og nú á sér stað hjá S. í. S. og Sölusambandi
íslenskra fiskframleiðenda.
c) En ineð því ágreiningur getur risið milli söluráðs og
neytenda innanlands, um verðlag landbúnaðarvöru, þá tel-
ur fundurinn nauðsynlegt, að heimild sé sett i lög að
skipa matsnefnd, sem hefði vald til að ákveða söluverð
einstakra vara á innanlandsmarkaði og væri réttmætt, að
slíkt verðlag sé miðað við framleiðslukostnað á hverjum
tíma.
Fyrsti liður tillögunnar samþ. í einu hljóði.
2. og 3. liður samþ. með 10: 1 atkv.
10. Fundurinn felur stjórn A. B. S. H. að beita sér fyrir