Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 146
149
því, að haldið verði búnaðarnámskeið á sambandssvæðinu
á n. k. vetri.
Samþykt í einu hljóði.
11. Fundurinn ákveður að kjósa tvo menn til að mæta
á landsfundi bænda, er haldinn verður í Reykjavík 10.
mars n. k. Kjósa skal einnig 2 varamenn. Heimilar fund-
urinn 50 krónur í ferðastyrk fyrir hvorn fulltrúa er niætir
á fundinum.
Samþykt.
12. Fastasjóður A. B. S. H. sé kr. 1600.00, og sé fram-
vegis tekinn út úr rekstrarreikningi deildarlnnar.
Saniþykt í einu hljóði.
13. Fundurinn heitir þeim mönnum í hreppabúnaðar-
félögunum, er byggja fullgildar þvaggryfjur hjá sér á
þessu ári, alt að kr. 20.00 verðlaunum á hverja gryfju, þó
aldrei fleiri en fjórar í sama hreppi á einu ári. Áskilið er,
að hreppabúnaðarfélögin útvegi þeim, er byggja þvag-
gryfjur ókeypis steypumót til afnota, og hafi eftirlit með
því, að gryfjurnar séu vel úr garði gerðar, og útvegi þeim
mönnum smíðavinnu til verksins, er þess óska.
Samþykt með samhljóða atkvæðum.
14. Fundurinn heimilar stjórn A. B. S. H. að verja alt
að kr. 150.00 til eflingar heimasútunar á skinnum á þessu
ári.
Samþykt í einu hljóði.
15. Fundurinn ákveður að veita Refaræktarfélagi Ból-
staðarhlíðarhrepps kr. 100.00 í viðbótarstyrk.
Samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
16. Fundurinn ákveður að veita til félags í Sveinsstaða-
hreppi kr. 250.00 til kaupa á Karakúlhrút.
Samþykt samhljóða.
Þá var samþykt svohljóðandi