Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 149
152
Ákvæði 4. gr. laganna um kosning meðstjórnanda sýslu-
sambandsins breytist svo, að í stað »3 ára« komi: »4
ára«.
2. Kembivélar. Fundurinn felur stjórn sambandsins ad
halda kembivélamálinu sem best vakandi, og telur eðliieg-
ast, að K. H. beiti sér fyrir framgangi þess.
Samþykt samhljóða.
3. Búfjársjúkdómar:
a) Fundurinn skorar á stjórn A. B. S. H. að sjá um að
veittar verði sem bestar upplýsingar uin heilsuvernd sauð-
fjársins á væntanlegu búnaðarnámskeiði hér í vetur.
Samþykt samhljóða.
b) A. B. S. H. skorar á Búnaðarþing að veita fé til
rannsókna á riðuveiki á sauðfé, er gerir mikið vart við
sig hér í héraðinu. Jafnframt vill fundurinn sérstaklega
benda á prófessor Níels Dungal, sem hæfastan mann til
þessara rannsókna.
Samþykt með samhljóða atkvæðuin.
c) Fundurinn skorar á stjórn A. B. S. H. að vekja at-
hygli manna á:
1. Nauðsyn þess að bólusetja nógu snemnia við bráða-
pest.
2. Hvort ekki beri nauðsyn til þess, að almennt sé tekin
upp bólusetning við lungnabólgu.
3. Að stjórnin sjái um, að hin helstu sauðfjármeðul séu
ætíð fyrirliggjandi innan sýslunnar, með sein vægustu
verði, t. d. í apótekinu eða hjá K. H., og að þau, sem
ekki þola geymslu, fáist með sem stystum fyrirvaia,
ef menn snúa sér til formanns viðkomandi búnaðarfé-
lags.
Allir liðirnir samþyktir með samhljóða atkvæðum.
d) Fundurinn felur stjórn A. B. S. H. að skora á Bún-
aðarþingið að vinna að því, að útrýmingarböðun vegna
fjárkláða fari fram á næsta vetri.