Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 151
154
að því nú þegar, að stofnuð verði fóðurbirgða- og eftir-
litsfélög í hverri sveit sýslunnar.
Samþ. með 10 atkv. gegn 1.
b) Fundurinn beinir þeirri áskorun til búnaðarfélaganna
að taka til athugunar, hvort eigi sé hægt að koma á bú-
fjártryggingadeild í hverjum hreppi, samkvæmt búfjár-
ræktarlögunum, og senda sambandsstjórninni ályktanir.
Samþykt í einu hljóði.
7. Skinnaverkun. Fundurinn heimilar stjórn sambands-
ins að nota það fé, er síðasti aðalfundur heimilaði, til efl-
ingar skinnaverkunar, ef hún teidi ástæðu til.
Samþykt með 6 gegn 5 atkv.
8. Skipulag bygðarinnar. Fundurinn samþykkir:
a) Að skora á Búnaðarþingið að ýta undir löggjöf um
skipulagningu bygðarinnar.
b) Að kjósa nú 3ja manna nefnd, er taki þetta mál til
yfirvegunar sérstaklega, er snertir þetta hérað, og leggi
hún fram tillögur um það fyrir næsta Framfarafélagsfund.
Samþykí samhljóða.
9. Fuglarækt. Fundurinn samþykktir að veita Sigurgeir
Björnssyni og Lárusi Sigurðssyni kr. 60.00 til kaupa á
útungunarvél og fósturvél. Þó rná styrkurinn ekki neina
meiru en /3 af verði vélanna.
Samþykt með samhljóða atkvæðum.
10. Svinarækt. Fundurinn samþykkir að veita til svína-
ræktar:
Til Sigurgeirs Björnssonar og Lárusar Sigurðssonar,
kr. 50.00 til að kaupa 3 svín.
Til Búnaðarfél. Áshrepps kr. 75.00 til kaupa á 5 svín-
um.
Til Jóns S. Páimasonar, Þingeyrum, kr. 75.00, til kaupa
á 5 svínum.
Samþykt samhljóða.
11. Refarækt. Fundurinn samþykkir að veita kr. 400.00