Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 153
156
Út af þessu vill fundurinn skora á Búnaðarþing að
girða fyrir að slík mistök komi fyrir framvegis. í því sam-
bandi skal bent á, að í silfurrefarækt þarf að taka til rót-
tækra ráðstafana, svo trygging verði fyrir, að sú ræktun
verði til ábata fyrir þjóðina en ekki skaða. Þess eru dæmi
að ráðstafanir þess opinbera hafa orðið til þess, að úr-
kastsdýr hafa verið keypt inn í landið. Slíkt má ekki
koma fyrir, en aftur virðist nauðsynlegt að leyfilegt sé
að flytja inn dýr til kynbóta.
Leggur fundurinn því til:
a. Að leyft sé að flytja inn 1. flokks verðlaunadýr.
b. Að komið verði á eftirliti með silfurrefaeldi, með það
fyrir augum að hindra fjöigun lélegra dýra.
c. Að B. í. komi á og kosti silfurrefasýningu á næsta
vetri, og fái helst útlendan sérfræðing til að vera
dómara.
Ályktun þessi samþykkt samhljóða.
17 Fiskirækt. Svohljóðandi tillaga var samþykt:
Fundurinn heitir kr. 200.00 til klakhúsbyggingar og fel-
ur stjórninni að leita samninga við V. B. S. H. um sam-
vinnu í þessu efni, og gera að öðru leyti ráðstafanir til
að þetta mál komist fram með þeim hætti, að hagsmunir
beggja héraða séu sem best trygðir. Takist ekki sam-
komulag við V. B. S. H. um þetta efni, er stjórn deildar-
innar falið að undirbúa klakhúsbyggingu aðeins fyrir
þessa sýslu.
18. Þvaggryfjur og votheyshlöður. Fundurinn heitir
þeim mönnum í hreppabúnaðarfélögunum er byggja á n.
k. surnri þvaggryfjur eða votheyshlöður kr. 20.00 í verð-
laun fyrir hverja gryfju eða hlöðu, þó aldrei fleiri en 5
í sama hrepp á einu ári. Áskilið er, að hreppabúnaðarfé-
lögin útvegi þeim, er gryfjur eða hlöður byggja, ókeypis
steypmnót til afnota og hafi eftirlit með því, að bygging-