Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 162
165
verið frá 344—446. Loks hefur sambandið haft nokkrar
vaxtatekjur síðustu árin.
Um gjöldin mætti fjölyrða, því þau eru vitanlega uppi-
staðan í starfseminnni, en ívafið sá áhugi og sú vinna,
sem stjórn sambandsins og aðrir leggja af mörkum til að
það geti innt af höndum það hlutverk, sem því er ætlað
að vinna.
Stærsti útgjaldaliðurinn eru mælingar jarðabóta og leið-
beiningastarfsemi í sambandi við þær, enda er það sá lið-
ur, sem beinlínis snertir hvern mann, sem er félagsmaður
í búnaðarfélagi á sambandssvæðinu, og við þessa starf-
semi eru árstillög búnaðarfélaganna fyrst og fremst miö-
uð.
Flest búnaðarfélögin á sambandssvæðinu hafa komið
sér upp mótum til að steypa við safnþrær, haughús og
votheys- og þurheyshlöður, og hafa til þess notið styrks
frá sambandinu.
Þá réðist sambandið í kaup á dráttarvél með tilheyr-
andi verkfærum og starfrækti hana í tvö ár. Vélin reynd-
ist ekki vel og starfrækslan ýmsum örðugleikum bundin,
svo á henni varð mikið tap. Þessvegna losaði sambandið
sig við hana svo fljótt sem unt var. Síðan hefur hún verið
starfrækt á sambandssvæðinu, ásamt 2—3 öðrum dráttar-
vélum, og þó vinna þeirra hafi í mörgum tilfellum orðið
of dýr, og rekstur vélanna ásamt vöxtum og afborgunum
af verði þeirra, hafi valdið eigendununr miklum erfiðleik-
um, þá er það þó notkun dráttarvélanna að þakka, að
ræktunarframkvæmdir hafa nokkurnveginn haldist í horfi
í héraðinu, síðustu árin.
Sambandið hefur veitt styrk til kaupa á einni dráttar-
vél, auk þeirrar sem það seldi, og gæti það eins skoðast
sem afsláttur á kaupverði hennar.
Stjórn sambandsins vann mikið að því, að gerð væri
tilraun með innflutning á skosku holdafé til einblendings-