Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 164
167
jafnan haft h'til fjárráð til að koma áhugamálum sínuin í
framkvæmd. Eitt þeirra mála eru heimilisiðnaðurinn og
með tilliti til þess hefur sambandið veitt kvenfélaginu all-
ríflegan styrk.
Þá hafa verið veittir styrkir til færslu búreikninga, og
til alifuglaræktar á tilraunabúinu í Hriflu. Ennfremur hef-
ur sambandið gjört nokkuð að því að kaupa og útbýta til
búnaðarfélaga, fræðibókum, einkum um garðyrkju og um
matreiðslu garðjurta.
— I tilefni af áskorun síðasta Búnaðarþings til búnað-
arsambanda, um samanburð á kjötþunga og kjötgæðum
hrútlamba og lambgeldinga, var veittur styrkur til kaupa
á nokkrum geldingatöngum.
Búnaðarsamband S.-Þing. hefur lagt 10% af árlegum
tekjum sínum, og öll tillög æfifélaga í sérstakan sjóð,
sem nefnist fastasjóður, og er honum ætlað að vaxa á
þenna hátt á komandi árum, þar til vextir af honum eru
orðnir verulegur þáttur af árlegum tekjum sambandsins.
Auk þess er fastasjóði í framtíðinni ætlað að styðja að
búnaðarframkvæmdum á sambandssvæðinu, með útlán-
um. Sambandið á, auk fastasjóðs, nokkurt fé á vöxtum.
Búnaðarsamband S. Þ. hefur haldið aðalfund árlega og
stjórn þess 2—3 aukafundi. Þá hafa verið haldnir tveir
sameiginlegir aðalfundir fyrir báðar Þingeyjarsýslur. Sam-
bandið hefur kostað dvöl fulltrúa á fundum en ekki greitt
þeim ferðakostnað. Stjórn sambandsins starfaði kauplaust
fyrstu 5 árin, en hefur nú fengið þóknun fyrir störf sín sl.
2 ár. Hana hafa skipað frá byrjun sömu mennirnir, þeir
Jón H. Þorbergsson, Laxamýri, Hallgrimur Þorbergsson,
Halldórsstöðum og undirritaður.
Hveravöllum, 24. jan. 1936.
Baldvin Friðlaugsson.