Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 165
168
II. Bréf
sem Búnaðarsarnband Suður-Þing. sendi til allra búnaðar-
féíaga og kvenfélaga á sambandssvæðinu vorið 1935.
Bunaðarsamband Þingeyinga sendir yður öllum kveðju
guðs og sína.
Oft hefur verið erfitt fyrir dyrum hjá íslenskri bænda-
stétt og hjá þjóðinni í heild. Síðan þjóðin náði sjálfsfor-
ræði mun útlitið um fjárhagslega afstöðu hennar aldrei
hafa verið tvísýnna en nú.
Ti þess liggja þessar meginástæður:
1. Þjóðin skuldar erlendum lánardrottnum alt að 100
miljónum króna.
2. Sölumöguleikar fyrir íslenskar afurðir á erlendum
markaði fara þverrandi.
Alt fram á síðustu tíma var það fær leið til fjárhags-
legrar afkomu fyrir bændur að framleiða á erlendan
markað. Nú er það sund lokað, þar sem ógerlegt er með
öllu að ná framleiðslukostnaðarverði fyrir íslenskar land-
búnaðarafurðir, á erlendum markaði. Því miður eru engar
horfur á því, að úr þessu rætist í náinni framtíð. Á hinu
leitinu eru svo skuldir landsmanna við útlönd, sem gera
það að verkum, að ef þjóðin á að standa skil á þeim, þarf
hún að geta selt árlega út úr landinu vörur mörgum
miljónum króna meira virði en hún fiytur inn, en á því
virðast nú vera, eins og sakir standa, ókleifir örðugleikar.
Svo er fyrir að þakka, að þjóðin á eftir stærð sinni gott
og rúmmikið land, sem getur fætt hundruð þúsunda fólks.
Þar á hún því leið út úr ógöngunum. Til þess að komast
áfram á þeirri leið er raunar einfait ráð: Það er að hús-
bændur og húsmæður geri sitt ýtrasta til þess að minka
kaup á erlendum varningi til daglegra nota, en auka dag-