Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 166
169
lega notkun alls þess, sem afla má heima fyrir. Bændur
og húsmæður í sveitum eiga hægast með þetta.
En með þessu móti hlýtur að verða nokkur breyting á
lifnaðarháttum heimilanna. — Skal nú fyrst vikið að því,
hvað helst af erlendum varningi er hægt að spara: Eftir
því sem næst verður komist um innflutning hér í héraði á
kaffi, sykri, hveiti og tóbaki, munu kaup á þessum varn-
ingi nema árlega nálægt 300 kr. á hvert heimili í sýslunni.
Með nokkuð breyttum lifnaðarháttum á að mega færa
þennan útgjaldalið niður í 100 kr. á ári á hvert heimili.
Innflutningur á allskonar fatnaði og efni í hann mun
nema um 400 kr. á hvert býli og þarf að lækka þann lið
sem allra mest, segjum að fljótlega mætti lækka hann um
200 kr. á býli og að ýmiskonar annar úttektarkostnaður
yrði lækkaður svo sem næmi 100 kr. á býli. Hér er að
vísu farið eftir nokkuð lauslegri áætlun og með henni er
stungið upp á því, að sveitaheimilin reyni sem fyrst að
spara kaup á erlendum varningi, er nemi 500 kr. á hvert
býli, þótt það verði ekki nákvæmlega eftir þeim tölum,
sem að framan getur. Nú eru sveitaheimilin í báðum sýsl-
unum 490. Þau margfölduð með 500 verða 245 þús. kr.
Þetta mundi nægja til að rétta við sveitirnar.
Ef sveitirnar gætu framleitt meira handa þorpunum af
injólkurafurðum, garðamat og fatnaði (sokkum, vetling-
um o. fl.) mætti og minka þar notkun erlendrar vöru.
Til þess að draga svo mjög úr notkun erlendu vörunn-
ar í sveitunum, þarf framleiðslan að breytast frá því sem
nú er.
Hér er við allan útreikning gengið út frá 6 manna
heimili. Á búnaðarsambandssvæðinu eru tæplega 2 mjólk-
andi kýr á hvert heimili, auk þess ofurlítil geita og sauða-
injólk.
Það mun ekki fjarri lagi, að meðalheimili þurfi 3 kýr til
þess að hafa nægan mjókurmat og er þá gengið út frá að