Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 168
171
2. Auka til notkunar mjólk, garðmat og egg.
3. Nota meira kjöt, tína fjallagrös og ber.
4. Auka heimilisiðnað sem framast má verða.
Það má ekki gleymast að áburðarhirðing er mikill und-
irstöðuþáttur jarðræktarinnar.
Búnaðarsambandið vill styrkja alla viðleitni og fram-
kvæmd í þessa átt, en það getur því miður alt of litið.
Það Ieyfir sér hér með að skora á búnaðarfélögin og
kvenfélögin á sambandssvæðinu að taka aðalatriði bréfs
þessa til alvarlegrar athugunar og reyna að því er frekast
má verða, að stuðla að því að sem mest verði hafist handa
til framkvæmda. Væri nauðsynlegt að félögin héldu fundí
til að ræða þessi mál og fá alla meðlimi félaganna hreyfða
til sameiginlegra átaka.
Konurnar ræði um meðferð matarins, skömtulagið, garð-
ræktina og heimilisiðnað, en bændurnir um áburðarhirð-
ingu, vinslu jarðarinnar, undirbúning aukinna matjurta-
garða, búpeningshald, og allir um það, hver ráð séu nú
helst til bjargar.
Virðingarfylst.
III. Skýrsla
um jarSepla- og rófnarækt á svæði Búnaðarsambands S.-
Þingeyjarsýslu 1935.
Á svæði Búnaðarsambands S.-Þingeyjarsýslu var síð-
astliðið ár ræktað 1390 tunnur af jarðeplum og 460
tunnur af gulrófum, eða 44 kg. af jarðeplum og 15 kg. af
rófum á mann, í stað þess, að vel væri hægt að notfæra
sér 100 kg. af jarðeplum og 50 kg. af rófum og kálmeti
á mann.
Stærð matjurtagarða á sambandssvæðinu var síðastl.
ár talin 122600 fermetrar, eða 1 tunna af garðávöxtum af