Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Side 25
27
vöru. 3) Geta almennings til að kaupa íslenskt smjör, með
því verði, sem ríkisstjórnin lætur selja það á, er miklu meiri
en fyrir stríð.
Um sauðfjárafurðirnar er það að segja, að síðan ófriður-
inn hófst, hefur verið ókleyft að fá viðunandi útflutnings-
verð fyrir þær, af eftirtöldum ástæðum: 1) Bestu markaðir
fyrir ull og gærur hafa lokast. 2) Bandamenn hafa megin-
hlutann af sauðfjárframleiðslu veraldarinnar á valdi sínu,
það er því engin knýjandi nauðsyn fyrir þá að kaupa af
okkur. 3) Aðrar sauðfjárræktarþjóðir geta selt sauðfjáraf-
urðir miklu ódýrar en við, vegna þess, að framleiðslu kostn-
aður þeirra hefur frá stríðsbyrjun hækkað örlítið, saman-
borið við það, sem framleiðslukostnaður okkar hefur
hækkað.
Því er oft hampað, að fásinna sé af okkur að hugsa til út-
flutnings á landbúnaðarafurðum í framtíðinni, vegna þess,
að við getum ekki kept á erlendum markaði. Við eigum
einungis að leggja kapp á fiskútflutning, sem hafi sýnt, að
sé hið eina af framleiðslu okkar, sem við getum selt nægilega
dýrt á erlendum markaði til þess að framleiðslan beri sig.
Það þarf engan speking til að sjá, að alt eru þetta stríðs-
fyrirbæri og langlíklegast er, að upp úr stríðslokum, eða inn-
an fárra ára, leiti þetta alt í svipaðan farveg og áður var.
Eftirspurn eftir mjólkurafurðum minki til muna, en sauð-
fjárafurðir verði útflytjanlegar eigi síður en fiskur og fisk-
afurðir.
Nú er mikil eftirspurn og geypiverð á fiski og fiskafurð-
um, sem eðlilegt er, þar sem sumar mestu fiskveiðiþjóðirn-
ar, af stríðsástæðum, eru útilokaðar frá þátttöku í fiskveið-
um. Við þurfum ekki annað en líta í hagskýrslur okkar til
þess að sannfærast um, hvernig stríðið hefur ruglað verðlag-
ið. Frá stríðsbyrjun hefur verð á útfluttum fiski og fiskaf-
urðum, þrefaldast til fimmfaldast. Á sama tíma hefur verð á
útfluttum sauðfjárafurðum ekki tvöfaldast. Enginn vafi er
á því, að eftir stríðslokin mun verðið á fiski og fiskafurðum