Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Síða 32
34
dæmi um það, hvernig stundum er reynt að rugla dóm-
greind almennings með rökvillum, skal enn vikið að tveim-
ur atriðum, sem þessir menn hampa mjög máli sínu til
stuðnings.
6. Uppbæturnar og ameríska smjörið.
Uppbætur á landbúnaðarvörur frá ríkinu, eru aðeins þær
uppbætur, sem bændum eru greiddar á þann hluta fram-
leiðslu þeirra, er flytja verður úr landi. Það sem réttlætir
þessar greiðslur er: 1) Að bestu markaðirnir fyrir þessa vöru
eru lokaðir vegna stríðsins og það verð, sem nú er fáanlegt
fyrir þær erlendis, því óeðlilega lágt. 2) Það má telja líklegt,
þegar eðlilegt viðskiftaástand verður ríkjandi þjóða milli,
verði þessar vörur útflytjanlegar, án opinbers stuðnings og
því réttmætt, meðan ófriðarástandið ríkir, að halda fram-
leiðslu þeirra í horfinu með verðuppbótum frá ríkinu. Hefi
eg hér að framan gert fulla grein fyrir þessu. Hins vegar eru
það ekki uppbætur á landbúnaðarvörur, þótt ríkið greiði
verð þessara vara niður á innlendum markaði, í þeim til-
gangi að lækka vísitöluna. Þetta eru engar uppbætur til
landbúnaðarins, heldur aðeins staðfesting þess, að kaup-
gjaldið er orðið svo hátt, að við borð liggur, að aðal-útflutn-
ingsvara okkar, fiskurinn, sé ekki lengur seljanlegur á því
verði, að framleiðslan beri sig. Til þess að hindra það, að
útflutningur sjávarafurða stöðvist, eða grípa verði til þess
ráðs að greiða verðuppbætur á þær, þá hafa stjórnarvöldin
valið þann kost, að greiða niður framleiðslukostnaðinn, þ. e.
vísitöluna. Auðvitað hefði verið mest samræmi í því að
greiða verðuppbætur á útfluttar sjávarafurðir eins og út-
fluttar landbúnaðarafurðir og láta vísitöluna afskiftalausa,
því þá hefðu launþegarnir, ef til vill, fyr áttað sig á því, að
það eru takmörk fyrir því, hve langt er hægt að ganga í
kaupkröfum, svo nokkur ávinningur sé, en ef þetta hefði
verið gert, hefði verðbólgan haldið áfram að vaxa, þar til