Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Side 57
Hvað kostar bygging áburðargeymslu?
Eitt af aðal undirstöðuatriðum búrekstursins er, að til sé
nægur og hentugur áburður til að viðhalda og auka rækt-
unina.
Það er fluttur inn í landið áburður fyrir tugi þúsunda
króna árlega. Áburður sá, er við verðum að kaupa erlendis
frá, verður afar dýr, ekki síst nú á þessum ófriðartímum, sem
eðlilegt er, þar sem flutningskostnaður hlýtur að verða geysi
mikill á hinni löngu leið alt frá öðrum heimsálfum. Er því
tímabært að til framkvæmda komi, að bygð verði áburðar-
verksmiðja hér á landi, til eflingar og öryggis landbúnað-
inum í heild.
Hver jarðræktarmaður veit af sinni eigin reynslu, að þó
loftáburður eða ólífræni áburðurinn sé nauðsynlegur og
mjög handhægur áburður, þá er hann bestur til þess fyrst
og fremst að nota með húsdýra- eða lífrænum áburði.
Þá eykur hann mest uppskerumagnið t. d. með því að bera
köfnunarefnisáburð á gömul, ræktuð tún o. s. frv.
Á nýrækt er loftáburður, þó hann sé samansettur af öll-
um hinum þrem aðalplöntunæringsefnum: köfnunarefni,
fosforsýru og kalí, mjög ónógur. Þó sérstaklega, ef um frjó-
efnasnauðan jarðveg er að ræða, svo sem flagmóa, leirbland-
inn jarðveg og raunar alt óræktarland.
Aukin ræktun og arðvænlegt viðhald á ræktun yfirleitt,
krefst því ekki aðeins meiri loftáburðar, heldur einnig meira
og minna af lífrænum áburði.
Til þess að fá sem mestan og bestan lífrænan áburð, þarf