Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Síða 2
Ljótssonar í Ási um veiðina í Vatnsdalsá. í landabrigðaþætti
Grágásar, Staðarhólsbók kap. 438, sbr. Konugsbók kap. 208,
eru ýmis fyrirmæli um samveiði og skiptingu veiði. Þar eru
og hin fyrstu drög til friðunar.
JÁRNSÍÐA OG JÓNSBÓK
í Járnsíðu eru ákvæði um veiði. í Jónsbók eru einnig ákvæði
um veiði og eru þau að mestu sniðin eftir landslögum
Magnúsar lagabætis, hinum norsku. Ákvæði þessi hafa um
margar aldir verið hin einu fyrirmæli um veiðirétt og veiði
hér á landi. Það leynir sér ekki að þessi ákvæði eru einkum
til þess sett að jafna veiði og fyrirbyggja yfirgang. Hitt virðist
ekki hafa vakað fyrir þeim er lögin settu, að fiskurinn þyrfti
friðunar við, ef veiðin ætti að haldast. Hér eru engin ákvæði
um ársfriðun eða vikufriðun, friðun hrygingarsvæða eða tak-
markanir á ósaveiði.
Svo liðu meira en sex aldir, og ekkert bar til tíðinda í
veiðimálum landsins. En eftir að Alþingi var endurreist, leið
ekki á löngu áður en óskir komu fram frá landsmönnum
um það, að það léti veiðimál til sín taka. Árið 1849 var
gefin út tilskipun um veiði á íslandi. Er hún einkum um
dýraveiðar á landi og sela og hvalaveiðar, en tekur ekki til
veiði í vötnum og ám.
BÆNASKRÁ UM AUKNA FRIÐUN Á LAXI
Það er ekki fyrr en árið 1867 að Alþingi tók veiðimálin upp.
Upptök þessa voru þau að 147 menn í Mýra-og Hnappadals-
sýslu sendu þinginu bænaskrá, þar sem þess er beiðst, að
það taki laxveiðimálin til meðferðar. Benda þeir á það í bæna-
skránni, að laxveiðin hér á landi megi teljast meðal bjarg-
vætta landsmanna, og hafi hún einkum fært þeim mikinn
arð áður fyrr, meðan veiðin var hóflega stunduð og hinum
4