Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 3
fornu veiðilögum lotning sýnd, enda hafi þá gengið lax í
flestöll vatnsföll landsins. Peir segja að svo liti út, sem menn
þekki ekki ákvæði veiðilaganna eða hirði ekki um að halda
þau, og margir veiðieigendur hugsi um það eitt að drepa
sem mest af laxinum það árið eða þann daginn, sem yfir
stendur, án þess að skeyta hið minnsta um það hvort þeir
sjálfir eða aðrir fái nokkuð veitt árið eða daginn eftir, né
um hitt, hvort aðrir, sem veiði eiga, geti nokkurrar veiði
notið. Benda þeir og á það, að síðan farið hafi verið að flytja
sláturlaxinn til útlanda, hafi misnoktun á veiðinni farið í
vöxt og að mestar séu horfur á því, að laxveiðin gangi til
þurrðar, ef slíku haldi áfram. Óska þeir eftir því að Alþingi
taki mál þetta til rækilegrar íhugunar og biðji konung um
lög um þetta efni og í þeim þurfti meðal annars að vera
eftirfarandi ákvæði:
1. Að aðeins sé heimilt að veiða lax á tímabilinu frá lokum
marsmánaðar til 16. ágúst ár hvert.
2. Að lax sé friðaður vikulega frá kl. 12 síðdegis á laugar-
dögum til sama tíma á sunnudögum.
3. Að bönnuð sé laxveiði í sjó nálægt ósum þeirra vatns-
falla er lax gengur í og að allur veiðiskapur sé bannaður
í slíkum ósum.
4. Að stærð möskva í netum sé takmörkuð við að hinn
smái og ungi lax fái lífi að halda og ekki verði leyfðir minni
möskvar en 2 1/4 þumlungar hvern veg milli hnúta.
LAXALÖGIN 1886
Eins og fram kemur í áðurnefndu bænaskjali má svo heita
að engin ákvæði séu í lögum til friðunar laxinum. En með
lögum um friðun á laxi nr. 5, 19. febrúar 1886, laxalögunum
svonefndu, er stefnt til bóta um þetta mál. Að vísu fara lög
þessi miklu skemmra en flestir forgöngumenn þessara mála
í þá daga vildu, en allt um það voru þau mikil framför frá
því, sem áður var.
5