Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 5
LANDSSAMBAND STANGAVEIOIFÉLAGA
EIGI MA
VEIJDA
IAXI SJO,
virkjagerð í veiðivötnum, fiskræktarfélög, veiðifélög, stjórn
veiðimála og eftirlit með veiði, styrkveitingu til fiskræktar
og matsgerðir.
Bann við laxveiði í sjó er eitt þýðingarmesta ákvæði laga
nr. 61/1932. Pað stöðvaði þá þróun að laxveiði færðist að
mestu út í sjó, menn höfðu, er lögin voru samþykkt, leitað
að góðum veiðistöðum í sjó, í nokkur ár. A Norðurlöndunum
og Bretlandseyjum veiðist mestur hluti laxins í sjó, og hefði
mátt búast við, að þróun þessara mála hér á landi hefði
orðið eitthvað svipuð. í Noregi veiddust t.d. 85 af hundraði
laxa í sjó. Ræktun á laxi á mjög erfitt uppdráttar í þeim
Evrópulöndum, þar sem laxveiði í sjó er mikil, vegna þess,
að sjávarveiðimenn vilja lítið eða ekkert leggja af mörkum
til þeirra mála. Má gera ráð fyrir að svo hefði einnig orðið
hér á landi. Laxveiðin hefði þá orðið arðlítil í dag hefði mál-
um verið þannig farið.
VEIÐIFÉLÖG
Með lögum nr. 61/1932 komu veiðifélög til sögunnar, sem
höfðu það hlutverk að skipuleggja veiði á einstökum veiði-
svæðum. Starfssvæði veiðifélaga eru heil fiskihverfi eða
hlutar þeirra og eru ábúendur veiðijarða eða eigendur þeirra,
félagsmenn. Við stofnun veiðifélaga hefur verið breytt um
7