Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 10
Skýrt er kveðið á í lögum um lax- og silungsveiði, að lax-
veiðar í sjó séu bannaðar. Mönnum er lögð sú skylda á herð-
ar að sleppa laxi sem kann að slæðast í veiðarfæri þeirra
og kveða lögin ekki á um annað en það gildi einnig um
lax sem er dauður eða dauðvona. Hins vegar leysa lögin
ekki úr þeim spurningum sem kunna að vakna, hvernig til
dæmis eigi að koma í veg fyrir að lax lendi í netum sem
hugsuð eru til annarra veiða en laxveiða, svo sem veiða á
göngusilungi. Hafa hagsmunir landeigenda við laxveiðiár
annars vegar og landeigenda við sjávarsíðu í nágrenni lax-
veiðiár hins vegar oft á tíðum stangast illilega á, er laxar
sem eru á leið sinni í laxveiðiárnar til að auka kyn sitt, lenda
í netum sjávarjarðabænda sem eru í sínum fulla rétti að
leggja net fyrir göngusilung. Kemur þar til kasta veiðivarða
að fylgja því eftir að lax sé ekki veiddur í sjó.
Pað, að framfylgja því að laxar séu ekki veiddir í silunga-
net, er erfiðara um að tala en framkvæma. Lengi hefur vant-
að reglugerð samhliða lögunum margnefndu og hefur sú
vöntun gert lögin álíka hriplek og netin góðu sem baráttan
stendur oft á tíðum um. Lögin hafa ekki sagt til um hámarks-
lengd slíkra neta, hámmarksstyrk þeirra, hvernig þau skulu
lögð og ekki lögð, og merkingar þeirra og fleira sem nauðsyn-
legt má teljast til að heildaryfirsýn sé yfir veiðum með netum
þessum. Lögin hafa hins vegar innihaldið ákvæði um lág-
marksstærð möskva í slíkum netum en hins vegar ekkert um
hámarksstærð þeirra. Þetta hefur leitt til þess að erfiðleikar
við að framfylgja lögunum eru ómældir. Sem dæmi má nefna
að í skjóli þess að verið sé að veiða göngusilung, hefur lengi
viðgengist á ýmsum svæðum á landinu, að lögð eru gríðar-
löng net úr sterku girni (0.50—0.70 mm) með möskvastærð
allt að 14 - 15 sm á strengdan möskva, sem segir okkur
það að verið sé að veiða tröllauknari göngusilunga, en lang-
menntaðir fiskifræðingar kannast við að þrífist við strendur
landsins eða þá að beinlínis er verið að leggja fyrir lax sem
er á leið í árnar.
Ekki hvarflar að mér að ætla að bændur við sjávarsíðuna
séu svo illskeyttir að vera að brjóta lög með þessum hætti,
12