Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 17
MIKLIR HAGSMUNIR f HÚFI
Eins og fram hefur komið, hefur á ýmsu gengið með netaveiði
í Miðfirði og er svo víðar um land. Silungsveiðin virðist vera
skálkaskjól þeirra sem seilast vilja í laxastofninn okkar. Til
þess að menn geti gert sér einhverja grein fyrir hvaða hags-
munir eru í húfi, má geta þess að greiðsla til veiðiréttareig-
enda fyrir hvern veiddan lax í Miðfjarðará fyrir árið 1989
er ekki undir kr. 10.000,- Meðalveiði síðastliðinna 15 ára í
Miðfjarðará eru tæplega 1500 laxar á ári.
Einnig er umhugsunarvert þegar skoðað er hvernig staðið
er að „silungsveiði í sjó“; fjölda neta, möskvastærð, neta-
lengd. Þá er vert að kynna sér athuganir sem gerðar hafa
verið á því hvað þessi net veiða samtímis og fram fer saman-
burður fiskifræðinga á laxagöngunni og ýmsum umhverfis-
þáttum sem gefa vísbendingu um stærð laxagöngunnar, sem
átti að koma í ána. Þá læðist óhugnanlega að manni sá
grunur, að umfang ólöglegrar laxveiði í Miðfirði sé miklu
meira en nokkurn hafði grunað.
ÖRAR FRAMKVÆMDIR f RÆKTUN ÁNNA
Nú eru örar framfarir í ræktun laxveiðiánna og vonir um
að þar sé hægt að auka verðmæd til muna. í Miðfjarðará
eru stundaðar rannsóknir sem geta varpað ljósi á aukna nátt-
úrulega seiðaframleiðslu. Náttúruleg seiði og eldisseiði eru
merkt. En þeir sem veiða laxinn ólöglega skila engum merkj-
um eða yfirleitt nokkrum upplýsingum um sína veiði. Þetta
getur ekki gengið ef ræktunarbúskapur á að skila árangri.
Þetta eiga bændur að vita sem þekkja ræktun á öðrum svið-
um búskapar, sem nánast er alls staðar stunduð þar sem
lífer meðhöndlað á einn veg eða annan.
Er þá von að menn spyrji, hvað er til úrbóta ? Landbúnað-
arráðherra gaf út reglur um netaveiði í sjó hinn 2. ágúst
1989. í þeim er kveðið á um ýmis þau vandamál og óvissu-
19