Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 21
C) Skjólbelti: Matjurtagarður innan öflugs skjólbeltis.
Jarðvegur er vel þurr , vel unninn og blandaður sandi niður
á um 30 cm dýpt.
Sýni voru tekin úr mismunandi dýpt þann 30.maí 1988
á öllum stöðunum og þegar skipt í þrennt:
1. Sýni sett í polyethylen plastpoka og grafin í þeirri dýpt,
sem þau voru tekin úr og látin gerjast þar (6). Polyethylen
hleypir súrefni og koltvísýringi í gegn þannig að loftleysi á
ekki að hindra gerjun.
2. Sýni sett í polyethylen plastpoka og látin gerjast við
stofuhita.
3. Sýni til efnagreininga. í hlutasýnum var laust köfnun-
arefni (NH4—N og NO3—N) greint strax, en hluti þurrkaður
og geymdur til annarra greininga.
Þegar líða tók á vaxtartímann, þann 16. ágúst 1988, voru
sýnin sótt og laust köfnunarefni greint eins og áður. Mismun-
ur þess er mældist 30. maí og síðar 16. ágúst er losun vegna
gerjunar. Pessi aðferð er stundum notuð til að meta köfnun-
arefnisþörf við áburðarleiðbeiningar, en er til þess brúks
fremur seinvirk og dýr.
Aðferðin með gerjun í plastpokum er allmikið notuð við
útisýni (8), en í innisýnum eru staðlaðri aðferðir yfirleitt not-
aðar (5,8). Ammóníum og nítrat voru greind hvort á eftir
öðru með eimingaraðferð þar sem magnesíumoxíð er notað
sem lútur og Devarda málmblanda til afoxunar (5,8). Heild-
arkolefni var greint með títrun eftir suðu í díkrómati sam-
kvæmt aðferð Tinsleys (7), og heildar köfnunarefni með
Kjeldahl aðferð (1). Sýrustig var mælt í vatni og í 0,01 M
CaCl^ lausn hvorutveggja í hlutföllunum 1 hluti jarðvegs
á móti 2,5 hlutum af vökva. Rúmþyngd var mæld í sýnum
teknum með 100 cm ’ þar til gerðum hólkum.
NIÐURSTÖÐUR
Magn kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi skjólbeltis er
minna en á hinum stöðunum (Tafla 1). Pað má rekja til
23