Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Qupperneq 22
Taíla 1. Sýrustig, kolefni, köfnunarefni og rúmþyngd jarð-
vegsins. Auk þess heildarmagn köfnunarefnis umreiknað á
hektara.
Staður og dýpt, cm pH mælt í h2o PH mælt í CaCl2 C % N % C/N Rúmþ. g/m3 N Kg/ha f. hvcrn cm
Óframræst
0-10 4,6 4,2 32 1,66 19 0,24 400
Tún
0-5 4,3 4,0 31 1,72 18 0,25 430
5-15 4,4 4,1 24 1,36 18 0,36 490
15-20 4,4 4,1 30 1,60 19 0,34 540
Skjólbelti
0-15 4,9 4,6 7,4 0,47 16 0,56 26Ó
15-30 5,0 4,7 17 0,74 24 0,44 320
30-3> 5,0 4,6 27 0,98 28 0,26 255
sandíblöndunar, og kemur einnig fram í aukinni rúmþyngd.
Aukna rúmþyngd í neðri hluta túnsins má rekja til sigs eftir
framræslu svo og þjöppunar við jarðvinnslu og umferð.
Sýrustig jarðvegsins er mjög lágt, og er athyglisvert að það
er lægra í túninu en í óframræsta landinu. Þetta er oft tilfellið
og stafar af aukinni útskolun við framræslu og notkun sýr-
andi áburðar. Hér þyrfti nauðsynlega að kalka. Grænmetis-
garðurinn í skjólbeltinu hefur verið kalkaður, en hér þyrfti
að bæta enn við, sýrustigið er of lágt til grænmetisræktar.
Lágt sýrustig dregur úr rotnun og þá um leið úr losun nær-
ingarefna.
Heildarköfnunarefnismagn jarðvegsins er mikið. Það eru
um það bil 250 til 500 kg N/ha á hvern cm3 jarðvegs. Reiknað
á 5 cm rótardýpt væri hér um 1250-2500 kg N/ha að ræða,
en sé miðað við 10 cm rótardýpt þá eru þetta 2500—5000
kg N/ha. Hér er um mikið köfnunarefni að ræða, sem freist-
andi er að reyna að nýta.
Losun köfnunarefnis í útisýnum, þ.e. þeim sýnum sem
grafin voru í jörð, er mjög breytileg. í óframræstu mýrinni
24