Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 23
Tafla 2. Heildarmagn af lausu köfnunarefni (NH4—N og
NO—3) í upphaíi athugunar 30. maí, í útisýnum í lok at-
hugunar 16. ágúst, og í innisýnum 17. ágúst. Losun er mis-
munur þess er mældist í upphafi og síðan við lok. Mælieining
er: mg N/kg jarðveg.
Staður og dýpt cm Laust 30. maí Laust í útisýnum 16. ágúst Losun í útisýnum Laust í innisýnum 17. ágúst Losun í innisýnum
Óframræst
0-10 8 0 0 128 120
Tún
0-5 135 142 7 336 201
5-15 28 48 20 151 123
15-20 8 20 12 81 73
Skjólbelti
0-15 3 31 28 80 77
15-30 3 15 12 86 83
30-35 6 6 0 52 46
er engin losun. Það litla sem var laust um vorið var
ammóníumbundið köfnunarefni, sem síðan hvarf. Þetta er
raunar það sem búast má við í rennblautum og loftlausum
jarðvegi.
Túnið var áborið, sem skýrir hversu mikið köfnunarefni
var laust um vorið. Það er athyglisvert að hér er losunin
minnst efst, en það má ef ti vill rekja til mikils framboðs
á köfnunarefni vegna áburðar, sem dregur úr losun við þess-
ar aðstæður.
í skjólbeltinu var lítið laust köfnunarefni í upphafi enda
óáborið. Þar var losunin mest efst en lækkaði niður í ekki
neitt neðan plægða lagsins.
í innisýnum, þeim sem látin voru gerjast við stofuhita
jafnlengi og útisýnin lágu grafin úti, losnaði mun meira, að
hluta margfalt meira. Þessi aukna losun stafar af mun hag-
stæðari skilyrðum inni, hærra hita og betri loftun. Það má
benda á að þessar aðstæður nálgast það sem er í gróðurhús-
25