Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 25
LOKAORÐ
1. Mjög mikið köfnunarefni er bundið í mýrarjarðvegi. Við
hagstæðar aðstæður fer lífræna efnið að rotna og köfnunar-
efni að losna. Þó losnar ekki nema örlítið brot af heildinni.
2. Vilji bændur nýta sér þennan forða er nauðsynlegt að
túnin séu vel þurr og að sýrustig sé sæmilega hátt. Kölkun
súrs jarðvegs hjálpar til að koma rotnun og losun næringar-
efna af stað.
3. Jarðvegshiti skiptir einnig verulegu máli, en áhrifa auk-
ins hita gætir væntanlega innan skjólbeltis. Spurning er hvort
skjólbelta gætir verulega á víðáttumiklum túnum, en þetta
atriði ber að hafa í huga við hverskonar garðrækt.
4. í ylrækt, og ekki síður við hverskonar garðrækt, má
íhuga hvort torf eða mór geti ekki nýst sem jarðvegsbætiefni
og köfnunarefnisgjafi. Rétt er þó að taka fram að fyrst þarf
að láta torfið loftast vel og bæta í það öðrum næringarefnum
eftir því sem við á.
5. Til gamans má velta því fyrir sér hvort gömul og gróin
tún, sem mörg hver halda safaríku graslendi löngu eftir að
hætt er að bera á þau, njóti ekki einmitt svona losunar á
köfnunarefni svo og öðrum næringarefnum jafnvel í áratugi.
HEIMILDIR
1. Bremner J.M. og C.S. Mulvaney 1982: Nitrogen- Total. í Page A.L.
(ed) Methods of Soil Analysis, Part 2. American Society of Agronomy,
Madison, 595-624.
2. Friðrik Pálmason, Gunnar Steinn Jónsson, Magnús Óskarsson og Þor-
steinn Guðmundsson 1989: Landbúnaðurinn og umhverfið. Yfirlit um
mengun umhverfis og afurða ásamt umfjöllum um nítur í jarðvegi og
árvatni og um mengun tengda fiskeldi. Ráðunautafundur 1989, 167-
187.
3. Hólmgeir Björnsson 1980: Níturnám gróðurs úr andrúmslofti. Freyr
76, 104-110.
4. Hólmgeir Björnsson og Magnús Óskarsson 1978: Samanburður köfn-
unarefnistegunda á túnum. I. Uppskera og efnainnihald grasa í mýrar-
túni á Hvanneyri. Ísl. landbún. 10,1, 34-71.
27