Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 27
UM ÁBURÐ OG MYKJU
Grein sú sem fer hér á eftir birtist árið 1781 í Tímariti Hins
íslenska Lærdómslistafélags og er skrifuð af Sigurði Pét-
urssyni sýslumanni og skáldi. Sigurður var fæddur árið 1759
að Ketilsstöðum á Völlum, sýslumannssonur, og fluttist ung-
ur til Danmerkur með foreldrum sínum og gekk þar í skóla.
Hann virðist hafa skrifað þessa ritgerð á stúdentsárum
sínum, og ber hún þess nokkur merki að Sigurður hefur ekki
verið kunnugur hagnýtum búverkum á íslandi. Sigurður
kom heim árið 1789 og gerðist fyrst héraðsdómari og sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu en síðar lögreglustjóri
í Reykjavík. Hann þjáðist af fótarmeini og fékk lausn frá
embætti 1803 og lést 1827. Hann þótti lipurt gáfumenni,
fyndinn í tali, skáld gott en nokkuð undarlegur.
Ritgerðin um áburð og mykju er kannski ekki merkilegt
framlag til íslenskrar búnaðarsögu, en sýnir hvernig ungir
námsmenn þess tíma reyndu að koma erlendri þekkingu til
íslenskra bænda, enda byggðist þá líf fólks á íslandi á hey-
framleiðslunni. í Tímariti Hins íslenska Lærdómslistafélags
er formáli þar sem nokkuð er fjallað um efni greinanna sem
í því birtast. Formálinn er ekki undirritaður. Þar segir um
þessa ritgerð, og reyndar einnig aðra sem íjallar um vallar-
rækt, að þær gætu leitt til þess að nokkur bót verði ráðin
á þeirri dæmalausu vanrækt túna og engja á íslandi, sem
29