Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 28
með svo skelfilegum hætti hefur skaðleg áhrif á velgengni
fólks, jafnvel á fólksfjöldann. Formálahöfundur telur að ef
þær reglur sem bent er á í ritgerðunum væru virtar, þó ekki
væri nema að litlu leyti, þá mundu þær árlega gefa mörg
þúsund hesta heys og framfleyta nokkrum hundruðum
manna.
Ritgerð Sigurðar er hér birt í orðréttri þýðingu úr gotneska
letrinu sem vefst fyrir sumum að lesa. Stafsetningin er hér
hins vegar færð nokkuð til nútímahorfs. Gísli Jónsson
menntaskólakennari var svo vinsamlegur að lesa textann yfir
og gera athugasemdir. Þess er vænst að menn hafi nokkura
ánægju af að sjá hverju menn voru að velta fyrir sér í áburð-
arfræðinni fyrir 210 árum síðan.
Bjarni E. Guðleifsson.
SIGURÐUR PÉTURSSON:
UM ÁBURÐ OG MYKJU
.ariia tantum Ne fatiata fimo pinpyi pudeat fola, neve Effœtos cinern immundum jactare per arpos.
Virgf
§1-
Jarðar ágóðinn er óvaltastur allra mannbjarga, elstur og ágætastur, og stofn undir hvers
manns blómgan; hennar vanrækt er auðsjáanleg á voru fóstur-landi bæði af eyðijörðum og
fátækt bænda, hvar til margar orsakir vera kunna, og þar á meðal aðgæslu og kunnáttuleysi
um náttúru og tegundir jarðarinnar og hennar ávaxta, og um að yrkja og frjóvga hana, svo
að hæfileg verði handa sérhverjum ávexti fyrir sig, er hún bera skal. Megu menn því fyrst
1. Orð Virgils í lauslegri þýðingu Jóns Árna Jónssonar: . . . Aðeins skraufþurrt.
Enginn skyldi blygðast sín fyrir jarðveg sem hefur verið mettaður af auðugum
áburði, né heldur fyrir að dreifa svartri ösku yfir útpínda akra.
30