Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Síða 32
10.
Ösku allri skal í haug safna, og gagn-væta stundum með þvagi. Kalk, eður að öðrum kosti
brunnar skeljar og bein, sefa og tempra súrleik jarðarinnar. Þessi súrleiki finnst á flestum
stöðum, hvar jörðin eigi öldungis gagn-þurkast á hveiju ári, og jarðar- torfunni er eigi umvelt;
og þekkist annað-hvert af óþekktum daun í sólarhita, eður á því að jurta-rætumar fúna í
henni, og í þess stað vex upp mosi nokkur. Þang og þari er sérlega góður áburður á þá
jörðu, sem hefir rauða eður járntegund í sér; hún þekkist af rauðum og bláleitum lit við
vætu. Allar þessar áburðar-tegundir uppræta mosa, leysa seigju eða slikju í sundur, og draga
að sér hinn frjóvgandi anga eða dampa úr loftinu, og er næsta hallkvæmur áburður á flög,
mosa-vaxna jörð og mýrlendi; má þó eigi brúka nema eitt eður tvö ár samfleytt, síðan skal
bera þénanlega, feita, og vermandi mykju á sama land.
11.
A sand-jörðu, og þvílíka notalitla jörðu bera menn mykju, blandaða með þangi, fiski-slori,
moldu, þurrum leiri, moði, og öðru þessháttar; hvar veður-skátt er, brúka menn og þesskyns
áburð, þegar mykju skortir, menn veita og vatni á jörð, ef svo er á statt, eður þétta snjó
á jörðu á vetrum, að eigi svo skjótt þiðni; en að sumarmálum dreifa menn sandi, moldu,
eður öðru dufti á snjóinn, að hann þiðni þess skjótar.
12.
Bera skal á völl á haust-degi, þá jörðin er þurr, í þéttum flákum, og breiða strax út á völlinn
sem jafnast; og væri þá gott, ef væta kæmi ofan á. Láglend jörð þarf heitari mykju en há-lend,
sem á að hafa kaldari og meiri; aska og jarðar-mergur er því láglendinu á stundum hagkvæmur.
13.
Sumir safna mykju á þann hátt, að gjöra stöðla eður réttir til hesta og nautpenings, leggja
mosa, rudda, gamalt hey, og annað þesskonar á gólfið, og loka peninginn þar inn í hverja
34