Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 34
HELGI HALLGRÍMSSON:
ENN AF SÆKÚM
Sagnir frá þessari öld
1. HULDUKÚAKYNIÐ AÐ HVOLI í MÝRDAL
OG HVERNIG ÞAÐ ER TIL KOMIÐ
Bærinn Hvoll í Dyrhólahverfi í Mýrdal syðra stendur
skammt frá sjó, en áður var nyrsti bærinn, sem nú nefnist
Norður-Hvoll, alveg niður við sjávarkambinn, um 5 mínútna
gang frá ströndinni. Smátjörn var við íjósið, þar sem kúnum
var vatnað á vetrum, þegar gott var.
Þegar þessi saga gerðist, bjuggu á Norður-Hvoli hjónin
Þorsteinn og Sigríður og þar var einnig vinnukona, Anna
að nafni. Þetta mun hafa verið laust eftir miðja síðustu öld.
Þá er það eitt sinn í mjög vondu veðri að vetrarlagi, að
uppáhaldskýr Sigríðar húsfreyju beiðir, og voru engin tök
á að koma henni til nauts, sökum illviðrisins. Þó voru kýrnar
látnar út að tjörninni eins og vanalega og sá Anna um það
verk. Þegar hún hýsir kýrnar, tekur hún eftir því að sægrátt
naut er komið í kúahópinn. Fylgir það kúnum inn í fjósið
og inn á miðjan flórinn, en þá var eins og því væri snúið
við, svo það fór út úr fjósinu og hvarf út í hríðarsortann.
Nóttina eftir dreymir Onnu að til sín kæmi kona og mælti
eitthvað á þá leið „að hún Sigríður ætti víst að sér, önnur
eins gæðakona, að kýrin yrði ekki látin ganga af tímanum“.
Ekki er þess getið, hvort Anna hafði orð á þessu við Sigríði
36