Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 35
húsmóður sína eða annað heimafólk, en það undrast menn,
að kýrin beiðir ekki aftur, og að réttum tíma liðnum fæðir
hún gráa kvígu, sem var alin og þótti stólpagripur.
Kúakyn það sem af henni kom, var kallað ,,Huldukyn“
eða ,,Rófukyn“. Síðara heitið kom af því að kýrnar hringuðu
upp á halann á sérkennilegan hátt, þegar þær lágu, svo hann
lafði ekki niður í flórinn, eins og algengast er. Þær slettu
því ekki á mjaltakonur og yfirleitt voru þær fremur hrein-
látar.
Kýr af þessu kyni voru ýmist brandskjöldóttar eða sægrá-
ar. Þær þóttu afbragðsgóðar mjólkurkýr og auðmjólkaðar.
Sóttust menn því eftir að fá kvígur frá Norður-Hvoli. Meðal
annars telur heimildamaður, að Thor Jensen hafi fengið
kvígur þaðan fyrir bú sitt á Korpúlfsstöðum. Þegar Naut-
griparæktarélag Dyrhólahrepps var stofnað 1903, var komið
upp rjómabúi í sveitinni. Þá var fita og mjólkurmagn mest
á Norður-Hvoli, á fyrstu árum félagsins. Heimildamaður veit
ekki hvort kynbótakúastofn sá, sem nefndur var ,,Dyrhóla-
stofninn“ eða ,,Mýrdalsstofninn“ er kominn af „Huldukyn-
inu“ á Hvoli, en telur það mjög líklegt, þar sem stutt er
á milli bæjanna, og kynið hafi dreifst um alla sveitina og
víðar. Þess má geta, að Gunnar Bjarnason ráðunautur, kallar
37