Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 36
Kálfur á Hafrafelli, Fellum. 26. 7. 1989. Ljósm.: H. Hg.
„Dyrhóla-stofninn“, „annan álitlegasta kúastofn landsins“,
þ.e. ganga næst ,,Kluftastofninum“ fræga í Hrunamanna-
hreppi, sem einnig er talinn vera af huldukúakyni, eins og
alkunnugt er.
(Stofnfaðir Dyrhólastofnsins er nú talinn vera ,,Skjöldur“
frá Dyrhólum (um 1940-1950), en um dætur Skjaldar segir
Hjalti Gestsson í sýningarskýrslu frá 1951: „Dætur Skjaldar
hafa allar góða yfirlínu og margar ágæta, ágætar útlögur
og mikla boldýpt, svo af ber, malir eru breiðar og jafnar
og fótstaða góð, júgrin mjög stór, sum nokkuð síð, spenar
yfirleitt góðir og gott að mjólka kýrnar. Þær eru miklar kýr,
vel holdfylltar, með þróttlegan og ræktarlegan haus, og slétt
hárafar“.)
Ofangreind frásögn er eftir Kristínu Friðriksdóttur, sem
lengi bjó á Hvoli í Mýrdal, en er nú búsett á Selfossi. Hún
hafði eftir Önnu Guðmundsdóttur, sem kölluð var hin fróða,
og átti heima á Hvolsbæjunum, en hún eftir Önnu móður
sinni, er var vinnukona á Norður-Hvoli þegar þetta gerðist.
Kristín var tengdadóttir Bjarna Þorsteinssonar á Norður-
Hvoli, en móðir Bjarna var Sigríður, sem um getur í sögunni.
38