Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 38
Saurbæjar (í Finnafirði), og virtist sem margt eldra fólk teldi
þetta vanalegt. Ekki heyrði ég þess getið, að sækýr þessar
hefðu blandast við landkýrnar í sveitinni, en þó voru til sæ-
gráar kýr á nokkrum bæjum, sem höfðu jafnvel ýmis þau
einkenni er að ofan var lýst.
(Ritað eftirfrásögn Láru í síma, 3. mars 1984).
3. UM SÆKÝR í BARÐASTRANDASÝSLU
Játvarður Jökull Júlíusson, sá merki fræðimaður, sem nú er
nýlega látinn, ritar mér svo í bréfi dags. 25. jan. 1987: „Ekki
veit ég hvað segja skal um sækýrnar. í bernsku minni eimdi
eftir af sögum af því tagi, en hvað voru sagnir og hvað úr
bókum? Þó er ég alveg viss um eitt: Það var talað um „sægrá-
ar“ kýr, ef um sækýr var að ræða. Það var dálítið um þann
lit, og ég held ekkert sé um að villast, að þær voru dökkgráar,
dekkri en dekkstu mósóttir hestar. Liturinn jafn, ekki ýrður,
eins og algengt er með gráar kýr, sem ég kalla, þessar ljós-
gráu. Það er alveg sitt hvor liturinn. Þessum sægráa lit skaut
upp á stöku stað endrum og eins, meðan nautkálfar sem
haldið var undir voru árlega á flestum bæjum. Seinasta sæ-
gráa kýrin, sem ég veit um, var keypt vestan úr Hænuvík
í Rauðasandshreppi, fyrir á að giska 16 árum. Hafi hún verið
afsænautakyni, hefur mjólkurlagnin verið farin að úrættast“.
4. EFTIRMÁLI
Enn reytist hitt og þetta í sænautasögusafnið og er gaman
til þess að vita, að sækúasagnir eru ekki með öllu útdauðar
í landinu, eins og sjá má af ofanskráðum frásögnum, sem
eru teknar eftir heimildarmönnum, fæddum á þessari öld,
og hafa ekki verið prentaðar áður, svo mér sé kunnugt. Frá-
sögur þessar sýna það enn frekar, sem reyndar var kunnugt
áður, að mörkin milli sækúa og huldufólkskúa eru næsta
40