Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 40
RÍKHARÐ BRYNJÓLFSSON:
AÐALRITGERÐIR VIÐ FRAMHALDS-
OG BÚVÍSINDADEILDINA
Á HVANNEYRI
Fyrsta áratuginn sem Framhaldsdeildin á Hvanneyri starf-
aði, unnu nemendur ekki sjálfstæð rannsóknaverkefni til
lokaprófs. Vorið 1959 var þessi háttur fyrst tekinn upp, og
hefur svo verið síðan. Framanaf voru ritgerðirnar handskrif-
aðar, en fljótlega varð reglan að vélrita þær og sumar voru
strax fjölritaðar í takmörkuðu upplagi á kostnað nemenda.
Síðari ár hefur svo ljósritunartæknin auðveldað útgáfu, en
engu að síður er dreifing aðalritgerða mjög takmörkuð. Við-
fangsefni nemenda hafa verið afar fjölbreytileg; uppgjör til-
rauna, söfriun og uppgjör margskonar gagna, og hreinar rita-
kannanir. Efni sumra ritgerða hefur birst á aðgengilegu
formi, en margar, ekki síður markverðar, liggja mikið til
óþekktar í bókasafni Bændaskólans á Hvanneyri.
Arið 1974 kostaði Gísli Sigurbjörnsson í Ási útgáfu rits
með efni fimm bestu ritgerðanna frá 1973 og útdrætti
annarra ritgerða það ár. í ritinu, sem var ritstýrt af dr. Ólafi
R. Dýrmundssyni, var einnig birt skrá um ritgerðir frá upp-
hafi. Síðan 1973 hefur mikið vatn runnið til sjávar og því
við hæfi að endurnýja skrá um aðalverkefni. Er hér birt yfirlit
yfir ritgerðir frá 1959 til 1989. Ritgerðunum er raðað á sama
hátt og í ritgerðasafninu frá 1974, þ.e. eftir árgöngum og
starfrófsröð innan ára. Eins og áður getur, hefur efni ýmissa
42