Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 50
og landbúnaðarafurðir voru helsta auðlegð norrænna þjóða.
Var auðsætt að hér mátti stunda ábatasaman búrekstur með
því að hafa nægt vinnuafl. Veðráttan gat þó að vísu verið
hörð og því var unnt að finna kost og löst á landinu, eins
og Herjólfur bóndi gerði, sem einnig var í fylgd Flóka Vil-
gerðarsonar. Eitt var það, með öðru, að gróður var við-
kvæmur hér á norðurslóðum, gekk fljótt til þurrðar og jarð-
vegur var fokgjarn. Landkostir voru því furðu fljótir að eyð-
ast, og við höfum nú fyrir satt, að skógar hafi, þegar á sögu-
öld, verið horfnir úr þéttbýlustu héruðum og uppblástur
hafinn. Sennilega átti skógleysið og landeyðingin sinn þátt
í því, að róstur urðu miklar í landinu á 13. öld sem stöfuðu
af baráttu um þær auðlindir, sem voru að ganga til þurrðar.
Eins og kunnugt er lyktaði þessari misklíð með því að íslend-
ingar glötuðu sjálfstæði sínu.
Landkostir héldu áfram að rýrna og landsmönnum að
fækka. íslendingar voru færri en 40.000 á fyrri hluta 18. aldar
og sé það rétt áætlað, að landsmenn hafi verið um 80.000
á söguöld, bendir allt til þess, að í upphafi byggðar á íslandi
hafi hér verið miklum mun lífvænlegra en á 18. öld. Arleg
uppskera af gróðurlendi hafði þá verið næg til að framfleyta
helmingi fjölmennari þjóð en síðar varð. Svo mjög hafði
gróðurlendið minnkað og landkostum hnignað að eðlilegt
var, að menn eins og Hannes Finnsson, biskup, varpaði þá
þeirri spurningu fram í lok 18. aldar, hvort landsins hung-
ursneyð væri svo tíð og mannskæð, að landið væri óbyggilegt.
Hannes var vongóður um að svo væri ekki. Þurfti meðal
annars breytta búskaparhætti til að bæta afkomu lands-
manna, en veðurfar fór einnig batnandi og fleira kom til.
Á 19. og 20. öld var unnt að margfalda árlegan heyfeng,
miðað við uppskeru fyrri tíma, með aukinni ræktun og betri
heyskapartækni, þrátt fyrir það að úthagi héldi áfram að
eyðast.
Aukin ræktunartækni og bætt aðstaða til heyskapar varð
þess valdandi, að næg uppskera af heyi varð auðfengnari
til innigjafar, og þar með búpeningur óháðari úthagabeit.
Með innigjöffæst ýmis ávinningur.
52