Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 51
a) Unnt er að hafa eftirlit með átmagni gripa og hag-
kvæmni þeirra í umbreytingu fóðurs í afurðir.
b) Við það sparast orka, sem gripir nota í leit að fóðri.
c) Afíoll vegna úthagagöngu minnka.
d) Rekstur búsins verður jafnari og óháðari sveiflum í veð-
urfari.
RÆKTUN OG AUKIN UPPSKERA
Þróun íslenskrar heyöflunar varð hröð á fyrstu tugum tuttug-
ustu aldarinnar vegna túnasléttunnar og vegna nýrra gerða
ljáa og annarra heyskapartækja, en stórstígar framkvæmdir
hefjast síðan á þriðja og fjórða áratugnum með tilkomu stór-
virkra jarðvinnslutækja og áburðarnotkunar.
Bændur landsins stóðu fyrir ræktunarframkvæmdum hver
á sinni jörð, en þeir studdust við aðfengna þekkingu í ræktun-
araðgerðum, meðal annars þá sem veitt var af Búnaðarfélagi
íslands, og áunnist hafði vegna tilraunastarfs á ræktunar-
stöðvum og á vegum Atvinnudeildar háskólans sem stofnuð
var1937.
Þekking jókst á ýmsum sviðum jarðræktar og unnt var
að veita leiðbeiningar um jarðvinnslu við túnagerð, tækja-
búnað, hæfdega notkun áburðar, val á sáðvöru, kynbætur
á fóðurgrösum, hagstæðan sláttu- og beitartíma, heyskapar-
tækni og geymslu uppskeru, svo eitthvað sé nefnt, en fræðsla
þessi ýtti undir það, að land var ræktað af miklu kappi.
Samtök bænda og forráðamanna í landbúnaði hvöttu til
aukinnar ræktunar og stuðlað var að ræktunarframkvæmd-
um með styrkveitingum. Menn voru bjartsýnir á þá stefnu,
að aukin landbúnaðarframleiðsla yki frekari velsæld, sumir
jafnvel minnugir þess, að íslenska þjóðin barðist við fæðu-
skort.
Auðséð var, að hvarvetna var unnt að auka ræktun, sem
gæti staðið undir sístækkandi bústofni fyrir þjóð, sem fjölgaði
ört. Þegar best lét bættust árlega við túnastærðina um 6000
hektarar nýræktar. Reynt var að áætla umfang þess lands,
53