Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 53
íslenskt gróðurlendi hefur um aldaraðir verið notað af
búpeningi landsmanna. Byrjað var á dögum Hrafna-Flóka
að setja allan bústofninn á útigang, en eftir því sem tímar
liðu hefur æ stærri hluti fóðurs verið fenginn af ræktuðu
landi, þótt enn sé beitt á úthaga. Eðlilega eru ýmis vand-
kvæði á öflun fóðurs.
Gróðurlendi er þannig í eðli sínu, að uppskera þess verður
ekki fullkomlega nýtt á hverju ári og kemur margt til. Sé
litið á gróðurlendið sem verksmiðju er auðséð, að rekstrinum
fylgir sá annmarki, að framleiðslan er dreiíð og víða erfitt
um vik að safna saman og nýta afurðina. Starfsfólki í
atvinnugreininni, það er bændum og búaliði, er því nokkur
vandi á höndum, hvernig nýta skuli árlegan afrakstur
gróðurs en helsta leiðin er að láta búfé neyta hans með beit
eða slá og hirða.
Þess ber að geta, að gróðurlendi er í fyrsta lagi misjafnt
að gæðum með tilliti til búskapar, þannig að hluti uppsker-
unnar kemur að engum hagkvæmum notum. í öðru lagi eru
sum svæði svo afskekkt að uppskera þeirra fellur árlega ónot-
uð. Auk þess er söfnunartæknin miklum takmörkunum háð.
Þannig verða árlega talsverðar eftirstöðvar við heyskap eða
um 15%, en nýting uppskerunnar verður þó mun minni við
beit þar sem árlega munu skilin eftir um 60% framleiðslunn-
ar.
Alls hefur mér reiknast til að heildarframleiðsla af íslensku
gróðurlendi sé um 1.200 milljónir kílóa af ofanvexti, en af
þeirri uppskeru séu skilin eftir um 435 milljón kíló þurrefnis,
sem er þriðjungur uppskerunnar eða um 36% hennar. Og
síðan verður auk þess heilmikil rýrnun við verkun, geymslu
og endanlega fóðrun á uppskerunni.
Bændur munu væntanlega reka augun í þessa mismiklu
nýtingu framleiðslunnar og reyndar byrja á því að bera upp-
skeru á flatareiningu saman við það sem fæst í öðrum
löndum. Kemur þá fljótlega í ljós, að framleiðslueiningin
á gróðri, er mun minni hér á landi en í flestum öðrum
löndum, þar sem landbúnaður er stundaðru'. Er unnt að sýna
það með samanburði á grasframleiðslu á ræktuðu túni.
55