Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 58
ekki skilað arði. Sé gróðurlendi í dag metið miðað við þá
arðbæru áhöfn, sem það getur borið til að framleiða fyrir
innanlandsmarkað, er það aðeins virt á tæp 50.000 kúgildi
sem er mun lægra heildarmat en á 11. öld (80.000 hundruð).
Er hér reiknað með 25.000 kúm til mjólkurframleiðslu og
jafngildi 22.500 kúa í sauðfé sé reiknað að 20 ærgildi séu
í kúgildinu eins og nú er talið, og 450.000 fjár með fullvirðis-
rétti. Þessi tala er um 60.000 kúgildi sé reiknað með um-
sömdum fullvirðisrétti. Land sem framleiðir afurðir umfram
þetta hlýtur að verða í mun lægra matsflokki. Kemur þannig
enn annað og nýtt viðhorf til eignamats á jörðum landsins.
HVAR ÁTTI AÐ RÆKTA LAND?
Samkvæmt hinum nýja búvörusamningi er fullvirðisrétti
skipt niður á milli jarða, sem hafa búrekstur með hefðbund-
num búgreinum. Eru þær staðsettar víðsvegar um landið,
en sennilega mun fullvirðisréttur smám saman flytjast milli
svæða, þannig að jarðir munu verða æ sérhæfðari í fram-
leiðslu ákveðinnar búgreinar.
Er eðlilegt að mjólkurframleiðslan verði á þeim jörðum,
sem næst liggja fjölmennasta markaðssvæðinu, en sauðfjár-
rækt verði fremur í öðrum landshlutum. Þarfnist mjólkur-
framleiðsla aðeins rúmra 35.000 ha af ræktuðu landi sést
að ræktun fyrir þá framleiðslu gæti öll verið í Arnessýslu
og öðru nágrenni Reykjavíkur. Petta kemur fram í yfirliti
um ræktunarmöguleika í ritinu Landnýting á íslandi. Vakn-
ar þá sú spurning, hvort ekki hafi verið staðið ranglega að
ræktunarstefnu undanfarinna ára, og hvort þau áhrif, sem
mjólkursamlög höfðu á dreifingu ræktunar hafi orðið til þess
að hækka verðlag á mjólk og mjólkurafurðum að því marki,
að nú séu þær ekki samkeppnishæfar á erlendum markaði.
Ef til vill var misráðið í upphafi hinnar miklu þróunar í
túnræktun, sem hófst á þriðja tug þessarar aldar að láta
ekki markaðinn ráða því hvaða jörð væri tekin til ræktunar.
60