Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Side 59
Þá hefði mikil ræktun þróast í nágrenni við þéttbýliskjarnana
en ekki dreifst um allt land. Sérhæfmg hefði aukist, fram-
leiðslueiningar getað stækkað og flutningskostnaður hefði þá
verið í lágmarki. Hins vegar ber á það að líta, að við það
hefði hefðbundið samfélag í sveitum riðlast. En fjölskyldubú-
skapur í dreifbýli er öryggi gegn ýmsum áfollum sem þjóðfé-
lagið gæti orðið fyrir. Ymislegt gæti valdið því, að aukinn
markaður skapaðist aftur fyrir hefðbundnar búfjárafurðir á
íslandi, til dæmis vegna þess að þær eru framleiddar við
sérstæð skilyrði, ómengað vatn og loft og heilnæmt graslendi.
Eins gætu landsmenn sjálfir þurft að hverfa aftur til meiri
neyslu innlendra landbúnaðarafurða, ef svo vildi til, að
hömlur yrðu á innflutningi fóðurs og fæðu eða tregða yrði
á fisksölu frá íslandi. Er þá mikill fjársjóður fólginn í víðáttu-
miklu og frjósömu gróðurlendi og þeirri aðstöðu, sem byggð
hefur verið upp með mörgum smáum, dreifðum framleiðslu-
einingum.
NÝTT GILDI ÚTHAGA
Svo virðist sem landsmenn standi í dag frammi fyrir þeirri
staðreynd að eiga nóg af ræktuðu landi til að framfleyta bú-
stofni, sem gefur nægar afurðir til innanlandsnýtingar. Þannig
virðist ekki lengur nauðsynlegt að beita fé á úthaga. Þetta
skeið sölutregðu landbúnaðarafurða, sem væntanlega er að-
eins tímabundið ástand, væri tilvalið að nota til að lofa út-
haga að gróa sára sinna. Með því má að nýju byggja upp
forðabúr af grónu landi og binda þann jarðveg, sem annars
færi á haf út með vindi og vatni. Ekki virðist nú lengur nauð-
synlegt að meta úthagagróður í ærfóðrum, að því leyti hefur
orðið breyting á gildi hins gróna lands frá því sem áður
var. Mat á gæðum margra jarða byggist nú fremur á gíldi
þeirra til útivistar, sem fer meira eftir því hve loftið er tært
og fjallasýn góð, hve vatnið er djúpblátt og hraunið hrjúft
heldur en hve mörg lambsfóður má fá á engjateignum.
Með aukinni tæknivæðingu og fjöldaframleiðslu, sem unn-
61