Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 60
in er með tölvustýrðum, sjálfvirkum vélum hefur tómstund-
um almennings fjölgað, er meðal annars kýs að verja þeim
til ferðalaga um sveitir landsins, til afþreyinga í friðlýstum
svæðum eða til dvalar í frjálsu, heilnæmu umhverfi. Landið
er nú fremur en áður að skiptast í sérhæfðar einingar með
tilliti til afnota.
RANNSÓKNIR Á RÆKTUN OG NÝTINGU LANDS
1. Par sem hinar hefðbundnu búgreinar byggja nú æ meir
afkomu sína á afnotum ræktaðs lands er nauðsynlegt að hver
flatareining þess gefi sem mest og best fóður. Verkefni land-
búnaðarrannsókna á sviði jarðræktar er að leitast við að auka
og bæta þá uppskeru til þess að lækka framleiðslukostnað
og auka afköst og gæði búvöru. Við það starf má nú beita
ýmsum nýjungum, sem fram eru að koma í kynbótum á
nytjaplöntum, þar sem meðal annars er notast við líftækniað-
ferðir, en mikil þróun verður væntanlega einnig í fjarstýrðri
heyskapartækni og vörslu búpenings á beitilendi.
2. Ylræktun hefur sína sérstöðu og sú búgrein mun vænt-
anlega stjórnast af háþróaðri ræktunartækni, sem meðal ann-
ars nýtur þekkingar af geimferðarannsóknum.
3. Svæði eru afmörkuð til landgræðslu, en auknar rann-
sóknir á því sviði munu leiða i ljós nýjar plöntutegundir
til uppgræðslu lands og hentugar aðferðir til landsbóta.
4. Skógar eru nú ofnýttir víða um heim og annars staðar
liggja þeir undir stórskemmdum af völdum mengunar frá
iðnaðarsvæðum. Hér má heita að tilraunir í skógrækt séu
á byrjunarstigi. Pess má vænta, að á sérstökum svæðum verði
unnt að rækta skóga til yndisauka, skjóls og nytja. Leit að
hentugum trjátegundum og kynbætur á trjám munu væntan-
lega gera skógrækt árangursríkari og fjölbreyttari. Með
auknu skóglendi mun skapast nýtt viðhorf til mats á gróðri
landsins.
5. Auk hefðbundinnar ræktunar á fóðri er til fjöldi plöntu-
62